Skírnir - 01.09.2014, Page 88
„réttum“ tíma til að eignast barn og Sunna réttlætir það fyrir sér,
meðal annars með eigin uppeldi: „Mig hryllti við að hljóta örlög
mömmu: Einstæð móðir í stöðugu basli til þess eins að barnið
hrærðist öllum stundum í samlíðan með henni“ (175). Þrátt fyrir
þetta finnur Sunna fyrir stöðugu tilgangsleysi, bæði í einkalífinu og
í vinnunni þar sem hún skilgreinir hlutverk sitt svo: „Núll. Þetta er
skrýtið. Ég hlýt að hafa slegið eitthvað vitlaust inn. Hver ætli sé
rétta útkoman? Mér kemur það varla við. Hlutverk mitt er að slá inn
réttar tölur“ (76). Hlutverk Sunnu er ekki að fá rétta útkomu, hún
þarf bara að slá inn réttar tölur en eigi að síður er ekkert rétt í til-
veru hennar og henni gengur líka illa að fá rétta útkomu í manns-
hvarfið. Fjarvera er alltumlykjandi í þessari sögu, Axel er
fjarverandi, barnið sem hún ætlaði að eignast er fjarverandi, pabbi
hennar var ávallt fjarverandi og ókunnugur, og gamla vinkonan
Arndís er fjarverandi. Móðir Helga er fjarverandi en móðir Sunnu
er á staðnum. Það versta er að Sunna er fjarri henni, hún hefur slitið
bönd þeirra mæðgna allt frá því að hún laug því til að hún gæti ekki
komið heim til Íslands jólin sem hún dvaldi með Arndísi á Spáni og
sagði móður sinni svo aldrei frá barninu sem hún bar undir belti.
Samskipti þeirra einkennast fremur af því sem ekki er sagt en því
sem sagt er, sambandsleysi fremur en sambandi. Sögunni lýkur hins
vegar í kjarna tilverunnar; Sunna er ófrísk og hvílir í baðkarinu, því
sem næst kemst móðurkviði, á meðan móðir hennar eldar handa
henni máltíð — veitir henni næringu — og Sunna hugsar um ófædd
börn og dáin börn, sköpunarverk sem aldrei fá að verða til og hvaða
tölur hún eigi að slá inn til að fá rétta útkomu. Hennar bíða ákvarð-
anir.
IV
(Blaðakona) spyr þvínæst út í afa viðmælanda.
Auður (tafsar eitthvað um meint ættfræðisnobb Íslendinga): Það er margt
yndislegt fólk … en sumt eldra fólk er sérstaklega snobbað.
Blaðakona: En yngra fólk?
Auður: Það hélt stundum að ég væri að reyna að vera eins og afi minn og
glotti hæðnislega.
Blaðakona: Ææ!
312 katrín jakobsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 312