Skírnir - 01.09.2014, Page 89
313mömmur, ömmur, dætur
Auður (ætlar að framkalla ásjónu píslarvotts en líkist einna helst uppgjafar-
poppara með ofsóknaræði): Já. Akkúrat æ æ, svo ekki sé meira sagt. (Auður
Jónsdóttir 2002)
Fyrsta setningin í Ósjálfrátt (2012) er „Viltu ekki fara frá þessum
manni?“ Það er amma sem spyr Eyju eftir að hún hefur í stundar-
brjálæði gifst drykkfelldum miðaldra karli sem vinnur í beitninga-
skúr fyrir vestan. Garrinn er ógæfumaður, í honum má sjá svip af
Steindóri í Sölku Völku, en hann er þó risminni í sínu eilífa partýi,
prófandi unglingaspítt sem hann fær lánað hjá Öggu, litlu systur
Eyju. Amma vill að Eyja fari að skrifa og fari frá þessum manni og
í sameiningu koma nokkrar konur því í kring: amma, Mamma,
Skíðadrottningin sem svo er kölluð, frænka þeirra, og Bimba, stelp -
an með sjófuglsaugun, vinkona Eyju. Eyja fer með Skíða drottning-
unni til Svíþjóðar; þar hjálpar hún henni við að reka sumardvalar -
stað og ýmislegt gengur þar á í samskiptum við innfædda. Þræðirnir
eru margir og sumir virðast skrifaðir nánast ósjálfrátt, eins og flæði
minninga þar sem útúrdúrar og hugmyndir lita frásögnina og gera
það að verkum að lesandi er leiddur fram og aftur og sögutímar
margir. Engu að síður er það sköpunarsaga Eyju sem myndar
burðarvirkið, hvernig hún verður til sem kona og rithöfundur.
Enn og aftur segir Auður okkur sögu mæðra og dætra. Mamma
hafði hætt að læra að teikna til að fæða Öggu en hafði áður hætt í
bókmenntafræði og frönsku til að eiga Eyju (35). Saga Eyju snýst
meðal annars um fórnir móðurinnar. Einn kafli sögunnar heitir
beinlínis Móðurmorð og lýsir því þegar Eyja fer með móður sinni
til menningarritstjórans og biður um að fá að skrifa pistla eins og
Mamma — og ógnar þar með tilvist Mömmu. Samkvæmt kenn-
ingum Harolds Bloom (1973) verða yngri skáld ávallt fyrir áhrifum
af fyrirrennurum sínum en verk þeirra sem á undan koma hindra líka
sköpun skáldanna. Þess vegna þurfa þau að höggva á böndin til þess
að geta orðið skáld í eigin umboði og þá jafnvel geta þau endur-
skapað verk fyrirrennara sinna. Þessi tenging liggur beint við enda
hefur Auður lengi verið kynnt sem barnabarn nóbelsverðlaunahaf-
ans. En í Ósjálfrátt er hins vegar ekki tengslin við afa sem Eyja þarf
að rjúfa heldur böndin við Mömmu. Og það fer svo að þegar Eyja
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 313