Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 93
317mömmur, ömmur, dætur
gerandi þáttur í byggingu sjálfsmyndar allra þeirra fjögurra kvenna
sem hún fjallar um. Þær tvær sem urðu mæður dætra fjalla hins
vegar ekkert um þá reynslu (Ragnhildur Richter 1997: 162).
Það er freistandi að skoða verk Auðar með hliðsjón af kenn-
ingum sömu fræðimanna og Ragnhildur styðst við í rannsókn sinni,
þ.e. Juliu Kristevu og Jacques Lacan, en Kristeva byggir kenningar
sínar á hugmyndum Lacans. Lacan telur að barnið upplifi sig í
byrjun á stigi ímyndunar sem hluta af móðurinni og heiminum. Á
því stigi er ekkert tungumál, engin fjarvera, enginn mismunur. Ödi-
pusarduldin, þ.e. tilkall föðurins til ástar móðurinnar, ýtir barninu
yfir í táknkerfið og það upplifir fjarveru. Það gengur inn í tákn-
kerfið (reglur samfélagsins og tungumálið) og byggir upp nýja
sjálfsmynd, falska mynd af samræmdu sjálfi með hjálp tungumáls-
ins þar sem það lærir að aðgreina sig frá öðrum og bælir niður þrána
eftir því að vera ein heild með móðurinni (Moi 1985: 99–101).
Julia Kristeva hefur síðan fært fyrir því rök að öll málnotkun og
öll merking byggist annars vegar á táknfræði, þ.e. hinu semíótíska
eða merkingu sem ekki er bundin í orð, frumbernskunni og líkama
móðurinnar, og hins vegar hinu symbólska eða táknræna sem eru
málkerfið og reglur samfélagsins, m.ö.o. lögmál föðurins. Móðirin
(konan) er tengd við náttúruna en faðirinn (karlinn) er tengdur við
menninguna (Kristeva 1974).
Í Ósjálfrátt heitir móðirin einfaldlega Mamma með stórum staf
og þar segir að rökrétt sé að hefja söguna í móðurkviði þar sem
móðir og barn eru eitt:
Það er rökrétt að hefja sögu í móðurkviði.
Andardráttur Mömmu var andardráttur Eyju meðan hún sat í skugganum
og las ódýra Penguin-kilju undir snjáðu sóltjaldi á svölunum á þriggja
stjörnu hóteli á Costa del Sol. (281)
Symbíósa eða samruni móður og barns verður aldrei rofin til fulls,
að minnsta kosti ekki í lífi Eyju og raunar ekki í lífi annarra kvenna
í sögum Auðar sem allar eru mótaðar af sambandi eða sambandsleysi
við mæður sínar. Þó að mæður allra sagnanna eigi við ýmis vanda-
mál að stríða, hvort sem það er drykkjuskapur, fátækt, ævintýra -
girni í ástum karlafar eða annað, þá gegna þær slíku lykilhlutverki í
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 317