Skírnir - 01.09.2014, Page 94
lífi barna sinna að öll þessi vandamál geta ekki ýtt því til hliðar að
móðirin er mikilvægasta persónan í lífi hvers manns.
Í tilfelli Eyju tengir hún góðar stundir við það þegar Mamma
eldar spagettí og setur köflóttan dúk á borð; við matarborðið
gleymast rifrildi og slagsmál foreldra Eyju sem skildu eftir að hafa
eignast saman þrjú börn; „… meira að segja börnin óskuðu þess að
þau fyndu sér nýja maka, bæði örmagna af ósætti“ (115). Börnin
duga nefnilega ekki til til að halda saman hjónaböndum en sem fyrr
eiga þau foreldra sína og sem fyrr eiga þau þrána eftir að hverfa í
móðurkvið; sem fyrr óskar Eyja þess að Mamma næri hana; þótt
hún geti ekki verið á brjósti hennar eins og í frumbernsku óskar
hún þess að hún eldi fyrir hana og skapi þannig festu í tilverunni.
Þetta er það fyrsta sem hún biður um þegar Mamma heimsækir
hana og Garrann vestur á firði með ástmanni sínum sem Eyja kallar
Ken:
Hann faðmaði Mömmu og ástin draup úr augunum á honum. Það elskuðu
allir Mömmu. Hún líka og nú var Mamma komin … og … hún þambaði
meira vín og spurði: Mamma viltu búa til spagettíið þitt á eftir. Og tómata -
salatið og hvítlauksolíuna þína og …
Mamma þín er með allt saman, tilkynnti Ken í góðlátlegum tón og
blikkaði hana föðurlega, líkast því að þau hefðu búið saman í tuttugu ár.
Mamma þín er sko með veislu í farangrinum, bætti hann við og kreisti hana
nú þéttingsfast, alveg gapandi yfir að önnur eins bókmenntatilvísun skyldi
hafa hrokkið út úr honum — manni sem las ekki bækur nema einstaka
sjálfshjálparbók sem hann kallaði heimspekirit og þurfti algjöran frið á
heimilinu til að lesa. (245)
Sambönd mæðra og dætra eru hins vegar ekki einföld. Amma, lykil-
kona í sögunni og sú sem endanlega kemur Eyju af stað til að skrifa,
og Mamma eiga í stöðugum krytum. Eyja tekur þetta nærri sér þó
að Skíðadrottningin útskýri það á sinn einfalda hátt: „Kona sem
pirrast ekki út í mömmu sína er eitthvað skemmd, skilurðu“ (254).
Um leið er reynt að leita skýringa; er Mamma ennþá reið út í ömmu
vegna þess að amma fór frá henni mánaðargamalli til Svíþjóðar,
aðframkomin af sorg og kvíða? Aðskilnaður móður og dóttur varð
alltof snemma, of snemma var Mömmu varpað inn í heim tákn-
kerfisins, of snemma þurfti hún að takast á við fjarvist og mismun
318 katrín jakobsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 318