Skírnir - 01.09.2014, Page 95
319mömmur, ömmur, dætur
og kannski má leita skýringa í þessu en líka því að enginn velti fyrir
sér fæðingarþunglyndi mæðranna. Þung ábyrgð er sett á mæður
þessa heims, örlög allra barna geta ráðist á fyrstu mánuðum lífsins,
allt vegna móðurinnar. Það er ekki nema von að þyrmi yfir Eyju
undir lok sögu, þegar barnið er komið í heiminn:
Hún situr yfir honum í vöggunni og þau gráta bæði. Það þyrmir yfir hana
við tilhugsunina um öll mistökin sem hún á eftir að gera, ef henni tekst á
annað borð að halda í honum lífi fram á morgun. Hvernig datt fólkinu á
spítalanum í hug að senda þau heim? […]
Vanmátturinn er svo yfirþyrmandi að hún grípur í bókahilluna til að
varna sjálfri sér frá því að stökkva fram af svölunum, það virðist eina leiðin
til að forða barninu frá móður sinni. (347)
Líklega þekkja allir nýbakaðir foreldrar þessa tilfinningu en hér er
hún eins og útdráttur úr sögu margra mæðra sem allar hafa gert
óteljandi mistök þrátt fyrir kærleika og góðan vilja. Lífið er þó ekki
svo einfalt að örlög manna ráðist eingöngu af móður þeirra. Þannig
er Ósjálfrátt gott dæmi um það hvernig margir þræðir renna saman
í einni manneskju, óteljandi fólk hefur áhrif á hvern og einn og í lífi
Eyju eru margir örlagavaldar — amma, Skíðadrottningin, Bimba
vinkona hennar, framtíðareiginmaðurinn Garrinn og svo auðvitað
Mamma að ótöldum öllum þeim sem koma við sögu í smærri hlut-
verkum í þessari sögu.
Sá er hins vegar munurinn á Ósjálfrátt og Fólkinu í kjallaranum
að ólíkt Klöru sem er svo föst í tilverunni að lesandinn flækist í
þunglyndislegri endurtekningu textans, þá er Eyja á ferð þó að sú
framvinda sé með ýmsum hlykkjum og útúrdúrum. Það sem þessi
verk eiga hins vegar sameiginlegt, ásamt öðrum verkum Auðar, er
samband dætra og mæðra og hvernig dæturnar upplifa það að yfir-
gefa móðurkvið. Klara á erfitt með þann aðskilnað en Eyja hefur
virkjað sköpunarkraftinn til að skapa eigin merkingu og tákn og er
um leið reiðubúin til að bera nýtt líf undir belti.
Kannski má líka lesa sama þráð úr ólíkum frásagnarhætti verk-
anna. Í fyrstu verkum Auðar er söguframvindan regluleg og það má
tengja við hið karllæga táknkerfi sem Julia Kristeva lýsir en frá og
með Vetrarsól einkennist framvinda frásagnarinnar af óreiðu, hún
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 319