Skírnir - 01.09.2014, Page 101
325staða íslands …
náttúruhamförum, eftirlits á hafinu og öryggi grunnstoða.4 Ísland
nýtur einnig góðs af samstöðuyfirlýsingu Norðurlandanna á þessu
sviði frá árinu 2011, en hún tekur til náttúruhamfara og hamfara af
mannavöldum, eins og hryðjuverkaógna, þótt hún feli ekki sér
beina öryggistryggingu.
Í þessari grein verður lagt mat á þátttöku Íslands í samstarfi
Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum eftir brottför Banda-
ríkjahers árið 2006.5 Í fyrsta lagi verður norræn samvinna sett í
hernaðarlegt samhengi, þ.e. stöðu varnarsamningsins við Banda-
ríkin og NATO-aðildina, þar sem sérstök áhersla verður lögð á
hugmyndir um loftrýmisgæslu. Í annan stað verður sjónum beint að
innanríkis- og utanríkispólitískum áhrifaþáttum á stefnu Íslands í
Norðurlandasamstarfinu, eins og auknu vægi norðurslóða, sam-
skiptum við Rússland, efnahagshruninu, hugmyndafræðinni um
norræna samvinnu og aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Í
þriðja lagi verður vikið að þátttöku Íslands í samnorrænum verk-
efnum sem lúta að samfélagsöryggi og þátttöku í alþjóðlegum að -
gerð um.
Hér verða færð rök fyrir því að norræna samstarfið þjóni fyrst
og fremst táknrænu hernaðarlegu hlutverki: Það hefur engin efnis-
leg áhrif á aðild Íslands að NATO eða varnarsamninginn. Hins
vegar hefur hernaðarviðvera Finna og Svía á Íslandi gert skilin milli
samnorræns hermálasamstarfs og NATO pólitískt óljósari vegna
þess hvernig hún var réttlætt á opinberum vettvangi. Þá kann þátt-
taka norrænna þjóða, sem ekki eiga aðild að NATO, að styrkja það
skírnir
4 Allt frá árinu 1996 hafa Íslendingar átt aðild að formlegum norrænum samstarfs-
vettvangi um almannavarnir, björgunarmál, samfélagsöryggis og áfallastjórnun
(NORDREP). Með Haga I-yfirlýsingunni frá árinu 2009 og Haga II-yfirlýsing-
unni frá árinu 2013 var þetta samstarf formgert enn frekar. Einnig á Landhelgis-
gæslan í nánu samstarfi við danska sjóherinn í tengslum við eftirlitsstörf við
Grænland. Þá hafa Íslendingar tekið þátt í friðargæslu með öðrum Norður-
landaþjóðum, eins og í Bosníu og á Sri Lanka. Loks er Ísland aðili að norrænu
varnarkerfi gegn netógnum sem verið er að setja á stofn.
5 Um norræn öryggismál sjá Forsberg 2013; Petersson 2010; Saxi 2011; Halla
Gunnarsdóttir 2009; Bailes og Kristmundur Þór Ólafsson 2011; Herolf 2013;
Bailes og Kristmundur Þór Ólafsson 2009; Silja Bára Ómarsdóttir og Baldvin Þór
Bergsson 2010.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 325