Skírnir - 01.09.2014, Page 104
varnarmálum, heldur að gera Norðurlandaþjóðunum kleift að vinna
betur saman innan þeirra alþjóðastofnana sem þær eiga aðild að eða
tengjast. Af þessum sökum þarf ekki að koma á óvart að stjórnvöld
á öllum Norðurlöndunum eru sér ekki aðeins meðvituð um mögu-
leika norrænnar samvinnu heldur einnig takmörk hennar (sjá Pet -
ers son 2010).
Eins og Tuomas Forsberg (2013: 1175) hefur bent á er ein for-
senda Norðurlandasamstarfsins einmitt sú að ekki er litið á það
sem samkeppni við aðild norrænu þjóðanna að öðrum og stærri
samtökum eins og NATO og ESB. Hins vegar hefur þverpóli-
tískur stuðningur við norræna samvinnu orðið til þess að auðvelda
stjórnvöldum að ná fram innanlandspólitískum markmiðum með
því að vísa til sameiginlegra sögulegra, pólitískra, félagslegra,
menn ingarlegra og efnahagslegra gilda. Ástæðuna má ekki aðeins
rekja til hugmyndafræðilegra þátta sem liggja norrænu samstöðu -
yfirlýsingunni vegna náttúruhamfara og hryðjuverka til grund-
vallar. Ráðamenn á öllum Norðurlöndunum sjá þjóðhagsleg gildi
í því að efla samnorræna neyðaraðstoð, netöryggi, eftirlit á haf-
inu, friðargæslu og leitun og björgun á norðurslóðum svo dæmi
séu tekin.
Forsagan: Viðbrögð við brottför Bandaríkjahers frá Íslandi
Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna (1951) var upphaflega
gerður til að lögbinda dvöl bandarísks herliðs á Íslandi. Eftir að
Bandaríkjastjórn batt enda á hernaðarviðveru á Íslandi árið 2006
var öryggistryggingin í raun endurskilgreind á þann veg að hún ætti
aðeins við um ófriðartíma, enda gekk hún út á „óstaðbundnar
varnir“. 6 Þegar NATO samþykkti árið 2007 beiðni íslenskra stjórn-
valda um að einstök bandalagsríki sinntu loftrýmisgæslu hér þrisvar
eða fjórum sinnum á ári mátti túlka það sem „sárabætur“ vegna lok-
unar herstöðvarinnar í Keflavík. Ákvörðunin var þó einnig í fullu
samræmi við stefnu NATO um að sjá þeim aðildarríkjum sem ekki
328 valur ingimundarson skírnir
6 Um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi, sjá Valur Ingimundarson 2006, 2007,
2008, 2011b: 142–154; Gunnar Þór Bjarnason 2008.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 328