Skírnir - 01.09.2014, Page 116
stuðningi þjóðanna við lýðræði, alþjóðalögum, jafnrétti kynjanna og
sjálfbærri þróun. Ekki er skilgreint með hvaða hætti þau kæmu
öðrum til aðstoðar á neyðartímum, eins og Stoltenberg vildi (Utan -
ríkisráðuneytið 2011). Þó má fullyrða að yfirlýsingin hafi þjónað
íslenskum markmiðum, enda var sérstaklega bent á samfélagslega
áhættuþætti eins og náttúruhamfarir og hamfarir af mannavöldum.
Þegar stjórnvöld sóttu um aðild að ESB var einn kosturinn tal-
inn samtrygging sambandsins á sviði samfélagsöryggis, en hún tók
til hryðjuverka og náttúruhamfara. En til að njóta slíks stuðning
hefði Ísland þurft að gerast fullgildur aðili að ESB, enda á hún ekki
við um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða Schengen-samstarfið.
Færa má rök fyrir því að sú ákvörðun ríkisstjórnar Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks að setja ESB-umsóknina í salt sumarið
2014 („Stefnuyfirlýsing Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins“
2013) hafi aukið vægi samstöðuyfirlýsingar Norðurlandanna í örygg-
ismálum, ekki síst í tilviki náttúruhamfara. Árið 2013 ítrekuðu
Norðurlandaþjóðirnar það markmið sitt að þróa viðbragðsteymi á
sviði neyðarstjórnunar án landamæra. Margir Íslendingar minnast þess
hvernig Norðurlöndin komu til aðstoðar í eldgosinu í Heima ey árið
1973. Þá var engin formleg samstöðuyfirlýsing Norðurlanda í gildi
varðandi náttúruhamfarir. En það segir sína sögu að framlag Banda-
ríkjamanna, sem þá voru að reyna að halda herstöð sinni á Íslandi, var
aðeins brot af því sem Norðurlandaþjóðirnar lögðu fram til hjálpar-
starfs (Valur Ingimundarson 2002: 207). Á sama hátt voru það
Norðurlandaþjóðirnar sem veittu Íslandi fjárhagsstuðning í samvinnu
við AGS eftir bankahrunið. Reyndar var þakklæti Íslendinga takmörk
sett vegna þess að lánveitingin var upphaflega háð því að íslensk stjórn-
völd semdu við Breta og Hollendinga um Icesave-málið. Þar sem
Bretar höfðu beitt hryðjuverkalögum gegn Íslandi þótti mörgum er-
fitt að sætta sig við þetta skilyrði, enda leiddi það til aukinnar þjóð-
ernishyggju.19 Sú spurning vaknaði hvort Norðurlandaþjóðirnar
tækju samskipti sín við stórveldi eins og Bretland fram yfir norræna
samstöðu. En eftir að þessi tvö mál voru skilin að — þ.e. lánveitingin
og Icesave-málið — hljóðnuðu þessar gagnrýnisraddir.
340 valur ingimundarson skírnir
19 Sjá t.d. ummæli Martins Wolfs í Financial Times, 15. janúar 2010.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 340