Skírnir - 01.09.2014, Page 134
Skömmu eftir lát Jóns Loftssonar, sem var árið 1197, deildi Sæ-
mundur við annan höfðingja um arf manns nokkurs. Snorri var þá
í þjónustu Sæmundar og fékk það hlutverk að stefna andstæðingi
hans til vorþings á Þingskálum í Rangárþingi. Síðan sendi Sæ-
mundur Snorra til að kveðja upp þingmenn sem Jón Loftsson hafði
átt í Borgarfirði; þetta var vorið 1200 og Snorri var tvítugur (Sturl-
unga saga I: 237 238).
Ekki er ótrúlegt að Snorri hafi viljað þjóna Sæmundi Jónssyni
sem best og þiggja af honum laun og upphefð. Það voru ekki glæstar
horfur á því fyrir Snorra að hljóta völd, fé og frama; bræður hans
voru goðar í Dölum og varla var rými fyrir hann þar sem höfðingja
við þeirra hlið. Auk þess hafði móðir hans eytt arfi hans svo að
Snorri var blankur. En Sæmundur studdi hann til að eignast auðugt
kvonfang í Borgarfirði og þannig kom Snorri undir sig fótum
(Sturlunga saga I: 237, 240).
Sagan um þjónustu Snorra við Sæmund bendir til að Odda-
verjar, kannski einkum Jón og Sæmundur, sonur hans, hafi ætlað
honum ákveðið hlutverk á veraldlega sviðinu. Snorra var auðsæi-
lega ætlað að kunna að fara með mál og koma fram á þingum.
Það var viss ástæða til þess að Sæmundur fór ekki sjálfur með
sakir á þingum. Erkibiskupinn í Niðarósi í Noregi var yfirmaður ís-
lensku kirkjunnar. Árið 1190, eða því sem næst, sendi Eiríkur erki -
biskup Ívarsson íslenskum höfðingjum bréf. Hann nefnir biskup ana
með nafni en eini goðinn sem hann nefnir er Jón Loftsson, þannig
að bréfið hefur örugglega borist í Odda. Í þessu bréfi segir hann, í
gamalli íslenskri þýðingu „að þeir menn er í guðs þjónustu hafa
bundið sig og súbdjákn er að vígslu eða hærri taki eigi sóknarmál á
hendur sér, þau er með kappi og vopnum verður fram að halda“.6
Þetta er bann við þátttöku hinna æðri klerka í málsóknum á þing -
um. Skýring bannsins er auðsæ, sá sem fékk annan dæmdan var ekki
laus þar með, honum bar að heyja svonefndan féránsdóm og það
gat verið hægara sagt en gert og kostað átök. Bannið var ekki alveg
358 helgi þorláksson skírnir
6 Þá bannaði hann að sami maður væri bæði yfirsóknarmaður og kennimaður, sem
merkir líklega eitthvað svipað, bann við þátttöku í málaferlum, samanber Íslenzkt
fornbréfasafn I: 291.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 358