Skírnir - 01.09.2014, Page 140
muni hafa verið sonur Stjörnu-Odda en hann var vinnu maður í
Múla í Reykjadal. Sonur Styrkárs var Sigurður í Múla, og var ekki
höfðingi (Harðar saga 1991: ccxii–ccxv).
Þegar Styrkár lögsögumaður lét af störfum, breyttist staða lög-
sögumanns algjörlega því að Gissur Hallsson, höfðingi Haukdæla,
tók við. Listinn er svona:
Gissur Hallsson 1181–1202
Hallur Gissurarson prestur 1203–1209
Styrmir fróði Kárason prestur 1210–1214
Snorri Sturluson 1215–1218
Teitur Þorvaldsson 1219–1221
Snorri Sturluson 1222–12319
Styrmir fróði Kárason prestur 1232–1235?
Teitur Þorvaldsson 1236–1247
Ólafur hvítaskáld Þórðarson 1248–1250
Sturla Þórðarson 1251
Ólafur hvítaskáld Þórðarson 1252
Teitur Einarsson 1253–1258
Þetta sýnir að Haukdælir og Sturlungar hafa lagt undir sig starfið,
eins og fram kemur betur hér á eftir. En, það sem meira er, starfið
var orðið bæði virðulegt og eftirsóknarvert fyrir stórhöfðingja að
gegna því. Nokkrar skýringar koma til greina á því af hverju þetta
gerðist um 1180. Lögfræði óx fiskur um hrygg sem fræðigrein um
alla Evrópu og þjóðhöfðingjar í valdasókn færðu sér hana í nyt. Um
1130–40 var komið skipan á kirkjurétt og reynt að samræma hann
á grundvelli Rómarréttar eða fella að lögum Justinianusar (d. 530)
og er þetta starf kennt við Gratianus. Á sama tíma hófust rann-
sóknir á veraldlegum lögum Justinianusar í Bologna á Ítalíu og ný
lagaþekking barst þaðan til konungshirða í Evrópu, frá um 1150–60,
stundum í formi ritaðra skýringagreina (glósa). Mikill áhugi vaknaði
og t.d. var farið að kenna lögfræði í Oxford á bilinu 1170–80. Spurn-
364 helgi þorláksson skírnir
9 Vel er hugsanlegt að Snorri hafi haldið starfinu lengur, jafnvel til 1235, en Styrmir
hafi aðeins leyst hann af hólmi tímabundið 1232, eins og hann gerði 1230, samanber
Torfi H. Tulinius 1996: 36 37; Jón Sigurðsson 1886: 30.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 364