Skírnir - 01.09.2014, Side 142
birtist í því m.a. að Þorlákur biskup bar fram kröfu um forræði
biskupa fyrir svonefndum stöðum (sjálfseignakirkjum), páfi sendi
landsmönnum opið áminningarbréf 1198, Guðmundur biskup Ara-
son krafðist dómsvalds kirkjunnar yfir klerkum og árið 1213 var
boðað til Lateranþings í Róm 1215. En Snorri reyndist Guðmundi
Arasyni vinsamlegur og í tíð hans sem lögsögumanns lauk ágrein-
ingi um dómsvald kirkjunnar yfir klerkum, það virðist hafa verið
viðurkennt. Styrkur Snorra var sá að hann var stjórnmálamaður og
tilbúinn að koma til móts við kirkjuna, kannski eitthvað svipað því
sem einkenndi veraldlega ráðamenn í Noregi á þessum tíma. Hér
má hafa í huga að Hallur prestur starfaði sem lögsögumaður í skjóli
Haukdæla og Styrmir vafalítið í skjóli Snorra. Þegar Magnús Giss-
urarson, bróðir Halls, var kjörinn biskup varð Snorri lögsögumaður
og gekk til samtarfs við Magnús um að hrinda samþykktum Later-
anþings í framkvæmd, árið 1217, um föstur og linari kröfur um
frændsemisspell við giftingar, þegar frændsemi var „færð fram“, og
um breyttar sektir í því sambandi. Þessu var komið í lagaform og hér
skipti líklega meira máli að hafa sterkan stjórnmálamann í starfi lög-
sögumanns en prest.
Varla getur verið vafamál að Snorri hefur haft innsýn í róm-
verskan rétt, ekki síður en norrænan. Í ferðinni til Noregs, sem
hófst 1218, kom hann á tengslum við fjölskyldu Dagfinns lögmanns
í Noregi og heimsótti Áskel lögmann í Vestur-Gautlandi og hafði
líklega margt að ræða varðandi það að tengja norrænan og róm-
verskan rétt. Þeir sem hafa lesið sögu Hákonar Hákonarsonar Nor-
egskonungs vita hversu miklu máli lögmenn skiptu í Noregi um
1220. Þar er t.d. rækilegur kafli um skoðanir einstakra lögmanna á
því hvor stæði nær því að verða Noregskonungur, Hákon eða Skúli
jarl (Hákonar saga Hákonarsonar I 2013: 261 265). Snorri varð svo
lögsögumaður að nýju eftir heimkomuna og sýnir það að hann
hefur lagt mikið upp úr þessu starfi.
Á 12. öld komu fram í Vestur-Evrópu aristókratar sem voru að
sumu leyti menntaðir í klerklegum fræðum en lögðu mesta áherslu
á að tileinka sér menntun sem gerði þá hæfa til að þjóna konungum
og prinsum. Þeir lögðu áherslu á laganám, nefndust curiales upp á
latínu, á þýsku var notað orðið ministerial og slíkir menn gerðust
366 helgi þorláksson skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 366