Skírnir - 01.09.2014, Page 145
369snorri í odda
Snorri þurfti ekki að fara langt á Oddaárum sínum til að afla sér
þekkingar um goðafræði, forna sögu og bragfræði. Heimskringla
bendir til að Jón Loftsson hafi sagt honum frá uppeldisárum sínum
í Konungahellu sem var þar nálægt sem Gautaborg er núna. Jón var
stoltur af skyldleika sínum við konungsættina norsku og honum til
heiðurs var ort kvæðið Noregskonungatal til að leggja áherslu á
hinn göfuga uppruna hans. Kvæðið er 83 erindi, taldir upp Nor-
egskonungar frá Hálfdani svarta, sagt nokkuð frá hverjum og endað
á Jóni (Sverrir Tómasson 2002: 257 267). Þetta kvæði hefur Snorri
sjálfsagt þekkt og það o.fl. gat vísað honum inn á ákveðið fræðasvið.
Ætli nokkur hafi verið betur til þess fallinn en Jón Loftsson að veita
Snorra menntun sem taldist hæfa norrænum aristókrötum nema ef
vera skyldi Gissur Hallsson í Haukadal. Gissur varð mikið átorítet,
eða kennivald, og aðrir báru undir hann rit sín. Hann var svo náinn
Snorra að hann var viðstaddur sem vottur hans þegar hann tók við
kirkjunni í Reykholti, líklega árið 1206 (Íslenzkt fornbréfasafn I
1857–1876: 349 350). Hluti af hinni viðeigandi þekkingu var að
rekja ættir norrænna fornkonunga og best þótti að geta sýnt fram á
skyldleika sinn við þá. Ófáir Íslendingar töldust komnir af Ragnari
loðbrók, hinum fræga fornkonungi, og þótti mikilvægt. Frá því
segir að móðir Þorláks Þórhallssonar hafi dvalist í Odda og þegar
sonur hennar var ekki að lesa latnesk rit kenndi hún honum ætt -
fræði og mannfræði. Það hafa ekki aðeins verið berar ættartölur,
með „mannfræði“ mun átt við þekkingu á lífshlaupi fólks. Þess konar
rit mun Sæmundur fróði hafa samið á latínu eða norrænu um Nor-
egskonunga en það er glatað (Sverrir Tómasson 2008: 55, 58 59). Í
Odda mun hafa legið fyrir mikil þekking á sögu norskra og danskra
konunga og líklegt að þekking á dróttkvæðum og öðrum hirðskáld-
skap hafi fylgt með og verið mikil (Einar Ól. Sveinsson 1937). Slík
þekking á fornum konungum birtist í kvæðinu Noregskonungatali
og í Háttalykli Rögnvalds og Halls er sagt frá fornkonungum, líka
dönskum. Þetta var áhugasvið norskra og danskra aristókrata á 12.
öld, eins og skýrt skal betur hér aftar.
Einhvern tíma, líklega strax á Oddaárunum, hefur vaknað hjá
Snorra löngun til að nýta þekkingu af þessu tagi í pólitískum til-
gangi. Það sjáum við á lífshlaupi hans og kannski einkum á kvæðun -
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 369