Skírnir - 01.09.2014, Side 164
Að setja á sig menningargleraugun
Þegar saga Guðrúnar er lesin í fyrsta sinn er ekki laust við að lesanda
fallist hendur. Líklega er auðvelt að draga þá ályktun að frásögnin
sé léttvæg og ómerkileg, að höfundurinn sé jafnvel upptrekktur
kjáni sem vaði úr einu í annað eins og þeir Þorsteinn, Jónas og Páll
Eggert töldu líklegt. Þessum 20. aldar mönnum er nokkur vorkunn
því það verður að viðurkennast að sagan er ólík öllum þeim sjálfs-
ævisögum sem hafa mótað almennan skilning á því hvað sjálfævisaga
er. Flestar eru þær skrifaðar af hvítum gagnkynhneigðum miðaldra
karlmönnum í virðingarstöðu eins og Leigh Gilmore (1994) bendir
á í merkilegri bók sinni um sjálfsævisögur kvenna, Autobiographics.
A Feminist Theory of Women’s Self-representation. Ísland er engin
undantekning í þessu efni. Umfangsmiklar rannsóknir Sigurðar
Gylfa Magnússonar á íslenskum sjálfsbókmenntum hafa leitt í ljós
að framan af öldum fjölluðu þær nær einungis um þekkta einstak-
linga af karlkyni, presta, biskupa og sýslumenn (Sigurður Gylfi
Magnússon 2005). Í bók Sigurðar, Fortíðardraumar, sjálfsbók-
menntir á Íslandi, er að finna skrá yfir allar sjálfsævisögur sem
komið hafa út hér á landi frá upphafi til ársins 2004. Aðeins 12%
þeirra eru skrifaðar af konum. Hefðbundnar sjálfsævisögur virðing-
ar verðra karla hafa stýrt þeim viðmiðum sem við notum þegar við
lesum og metum sjálfsævisögur. Þær hafa mótað og mótast sjálfar af
sterkri hefð sem byggist á því hverjir hafi lifað nægilega merkilegu
og viðburðaríku lífi til að skrifa sjálfsævisögu, hverjir hafi eitthvað
fram að færa og leggja til samfélagsins í formi reynslu sinnar, hverjir
hafi rétt á að reisa sér slíkan minnisvarða sem sjálfsævisagan er. Saga
Guðrúnar fellur langt utan þeirra marka, hún er ættuð af jaðrinum,
bæði vegna kyns Guðrúnar og stéttarstöðu, en einnig vegna þess að
hún er óvenjuleg frásögn, sögð í hópi náinna vina og kunningja án
þess að líkjast á nokkurn hátt hefðbundnum skrifum merkiskarla
um sjálfa sig. Til þess að greina jaðarskrif sem þessi að einhverju
gagni þarf að styðjast við önnur viðmið en þau sem notuð eru við
greiningu á hefðbundnum sjálfsævisögum. Menn þurfa að færa sig
frá hinum hefðbundnu og ráðandi skilgreiningum, segir Gilmore, og
skoða vel þá menningu sem sagan er sprottin úr til að skilja hana
388 brynja þorgeirsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 388