Skírnir - 01.09.2014, Page 168
rifjar upp brandara og kátlegan misskilning og fer í ham sagna-
manneskjunnar. Hún byggir upp litlar sögur sem enda með setn-
ingum sem vekja hlátur svo sem. „Fann ég prófast. „Guð hjálpi
Illuga“, sagði hann, en ég hvað nei við því ég meinti hann væri að tala
um lyklana.“ Þessi litli brandari hefur augljóslega verið sagður áður,
hann er í tálguðu og æfðu formi.
Nú vitum við í krafti þeirra upplýsinga sem fram koma í bók
Guðnýjar að Guðrún átti erfitt með að læra að lesa. Hún var samt
fróð á mælikvarða síns tíma að því er húsvitjunarbækur séra Er-
lendar sýna. Hún ferðaðist mikið milli bæja og virðist hafa verið
félagslega hæf manneskja. Og þar sem hún var beðin að segja ævi-
sögu sína til skrásetningar hefur beiðandinn því líklega einnig
reiknað með góðri frásagnargáfu hennar og hefur séð fyrir sér að
út úr því kæmi eitthvað sem væri skrásetningarinnar virði.
Guðrún hefur greinilega verið húmoristi, hún leggur sig fram
um að vera skemmtileg um leið og hún birtir mynd af sjálfri sér sem
sjálfstæðri, duglegri konu með munninn fyrir neðan nefið. Þetta má
til dæmis sjá á sögunni um heimsóknirnar að Grund: „Ævinlega
þegar ég kom að Grund, gaf blessuð frúin mér bæði mat og kaffi. En
þegar kammerráðið heyrði mig tala þá sagði hann: „Hvaða bölvaður
gjallandi er í þér Guðrún Ketilsdóttir, geturðu ekki haft ögn lægra.“
En ég sagði hann skyldi hafa bölvaða skömm fyrir það því guð hefði
gefið mér málið eins og honum. En aldrei þorði ég að hafa það svo
hátt að hann heyrði það.“
Ef dregnar eru saman ályktanir um frásagnarstíl sjálfsævisög-
unnar mætti segja að þarna sé á ferð slípuð, þétt saga með skýran takt
sem ber þess vitni að hún, eða hlutar hennar, hafa verið sagðir marg-
sinnis áður og prófaðir. Sagan ber skýr einkenni munnlegra frá-
sagnar, svo sem að efnisatriðum sögunnar er raðað í línu (fyrst var
ég þar, svo var ég hér …) en ekki til dæmis í efnisflokka. Sögumaður
virðist vita vel hvað það er sem grípur áheyrandann og meitlar sögur
sínar í kringum það. Sagan er krydduð bröndurum og skemmti-
sögum og geymir markvissar og undirbyggðar mannlýsingar á bæði
aðalsöguhetjunni Guðrúnu og samferðafólki hennar. Frásögnin er
litrík og lifandi, greinilega runninn frá félagslyndri manneskju með
hæfileika og reynslu á sviði sagnamennsku sem voru eftirsóttir hæfi-
392 brynja þorgeirsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 392