Skírnir - 01.09.2014, Page 176
Engu af þessu segir Guðrún frá í sjálfsævisögunni, hvorki af
flækingnum né örlögum Jóns, en nærri má geta að þetta hafi verið
með erfiðari tímabilum í lífi hennar. Hún segir frá ýmsum öðrum
harmrænum atburðum svo sem hjónabandinu með Illuga en ekki
þessu. Að hún láti vera að greina frá þessum atburðum gæti bent
til þess að þetta æviskeið hafi ekki verið hluti af því sem hún skil-
greindi sem hið „góða líf“ né samræmdist það þeirri sviðsetningu
sem hún leggur fyrir áheyranda sinn með frásögn sinni um hina
sterku, sjálfstæðu konu, sigurvegarann. Í grein sinni um tregðu í
frásögn segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir (2010) að þótt sjálfs-
ævisagnahöfundur vilji einlæglega segja frá lífi sínu og noti frá-
sögnina um leið sem aðferð til að skilja sjálfan sig, þá þurfi sagan
stundum að komast yfir alls kyns hindranir. Höfundurinn velti
fyrir sér hvort frásögnin sé á skjön við hefðina, hvort hún sam-
ræmist ekki örugglega viðteknum sannleika. Stundum sjáist á text-
anum að fortíðin sé ávallt á einhvern máta viðstödd og nálæg en um
leið ekki endilega auðveld að nálgast í frásögn. Og það sem helst
sækir á sögumanninn getur verið erfiðast að tjá (Gunnþórunn
Guðmundsdóttir 2010: 131). Slíka tregðu má greina í frásögn
Guðrúnar þegar kemur að Jóni. Jón er viðstaddur í textanum en þó
ekki alveg. Guðrún segir frá fæðingu hans, og það er eftirtektar-
vert að hún tekur sérstaklega fram að hún hafi alið hann upp:
„[Kom] þá Jón minn og ól ég hann upp og líktist hann mér með
dyggð og ráð vendni.“ Jón hverfur svo úr textanum þar til hún
rifjar upp hversu lapþunnir grautarnir voru við fermingu hans og
að hann hafi engan bita fengið umfram mat sinn á þessum merkis-
degi. Eftir þetta segir hún ekki stakt orð um Jón. Hik og tregða
geta einmitt gert vart við sig þegar kemur að atburðum sem hafa
haft mikil áhrif, segir Gunnþórunn (2010: 131). Hver sem skýr -
ingin er á þessari tregðu, og um það getum við auðvitað einungis
getið okkur til, þá er það engu að síður staðreynd að fjarvera þess-
ara atburða í frásögn Guðrúnar er áberandi þegar maður veit af
þeim — og þögnin sýnir að hún hefur af einhverjum ástæðum ekki
talið þá eiga heima í sjálfsævisögunni, atburðirnir hafa ef til vill
ekki passað við þá sviðsetningu og sjálfsmynd sem hún var að búa
til með sögu sinni.
400 brynja þorgeirsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 400