Skírnir - 01.09.2014, Page 186
HALLA GUNNARSDÓTTIR
Frekar breskt pund en afrísk stúlka
Aðgengi útlendinga utan EES að Íslandi1
Inngangur
Flesta daga óska ég þess að ég væri frekar breskt pund en afrísk stúlka. […]
Pundinu er frjálst að ferðast í örugga höfn og okkur er frjálst að horfa á
eftir því. Þetta er sigur mannkyns. Þetta kallast hnattvæðing. Stelpa eins og
ég er stöðvuð af útlendingaeftirlitinu en pund getur stokkið yfir hverfi -
hliðin, skotið sér undan fangbrögðum stóru mannanna með einkennishúf-
urnar og stokkið beint í leigubíl á flugvellinum. Hvert er förinni heitið?
Til hins vestræna heims, góði herra, og það í hvelli.
Svo mælist Býflugu, söguhetjunni í samnefndri bók eftir Chris
Cleave, sem kom út í íslenskri þýðingu Ásdísar Guðnadóttur árið
2009. Með orðum sínum fangar Býfluga í nokkrum setningum það
hvernig hnattvæðingin tekur frjálsu flæði fjármagns og vöru opnum
örmum en reisir aftur á móti skorður við fólksflutningum, einkum
þeirra sem vilja leggja land undir fót í leit að betra lífi.
Alþjóðalög gera skýran greinarmun á þeim sem fara milli landa
á flótta undan pyntingum og ofsóknum og hinum sem vilja yfirgefa
heimahagana af öðrum ástæðum, svo sem til að búa nærri ættingjum
sínum eða komast burt frá efnahagslegum erfiðleikum og striti.
Flóttafólk byggir rétt sinn á Flóttamannasamningi Sameinuðu
þjóðanna frá árinu 1951, og viðauka við hann frá árinu 1967, sem
setur þær skyldur á herðar aðildarríkjum að senda flóttamann aldrei
Skírnir, 188. ár (haust 2014)
1 Ég stend í þakkarskuld við EDDU — öndvegissetur við Háskóla Íslands fyrir
stuðning við þessa rannsókn á regluverki um aðgengi útlendinga utan EES að Ís-
landi. Jafnframt þakka ég Vali Ingimundarsyni, Sveini Mána Jóhannessyni, Sigríði
Víðis Jónsdóttur, Maríu Rún Bjarnadóttur, Rósu Dögg Flosadóttur, Ernu Krist-
ínu Blöndal, Atla Viðari Thorstensen og Hrefnu Dögg Gunnarsdóttur fyrir yfir-
lestur, umræður og gagnlegar ábendingar.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 410