Skírnir - 01.09.2014, Page 191
415frekar breskt pund en afrísk stúlka
kölluðum ólöglegum innflytjendum. Hugtakið „ólöglegur“ á sér
alla jafna rætur í innlendum lögum, oftast útlendingalögum (Dau-
vergne 2008: 2, 11).
Lög um útlendinga fela sjálfkrafa í sér mismunun þótt það orð
sé sjaldnast notað í því samhengi. Með útlendingalögum er ákveðið
að þeir einstaklingar, sem fæðast innan tiltekinna landamæra, eigi
rétt á að búa þar og ferðast til og frá svæðinu, oftast að því gefnu að
foreldrar þeirra njóti sömu réttinda. „Útlendingar“ geta á hinn bóg-
inn ekki gengið að þessum rétti sem sjálfsögðum. Þetta þykir vel-
flestum íbúum ríkari landa vera þeirra eðlilegu réttindi en ekki
aðeins heppni í „fæðingarhappdrættinu“ (Dauvergne 2008: 17, 135).
Við nánari ígrundun er þetta ekki einhlítt. Þá blasir við sú staðreynd
að ríki, sem lýsa sér sem frjálslyndum lýðræðisríkjum, eru engu að
síður aðeins fyrir hina fáu útvöldu. Frelsi og jafnrétti eru ekki
meðfædd réttindi allra manna heldur borgararéttindi fólks sem býr
innan tiltekinna landamæra. Þetta stenst þó illa skoðun út frá frjáls-
lyndum heimspekikenningum og félagslegu réttlæti (Cole 2000: xii,
202). Togstreita myndast á milli þess sjónarmiðs annars vegar að
hafna hvers kyns mismunun og krefjast jafnra tækifæra fyrir alla
óháð uppruna og hins vegar þess að vilja tryggja félagslegt réttlæti
innan samfélags (Abraham 2010: 968).
Tvær einfaldar lausnir blasa við, að leggja niður landamæri5 eða
að stofna eitt heimsríki sem sjái um að skipta gæðum milli manna
og tryggja jafnrétti og frelsi. Færa má rök fyrir því að báðar þessar
aðferðir séu útópískar og gallaðar í senn og hvor um sig kallar á
fjölmörg smærri skref sem þarf að skilgreina og útfæra með lýð -
ræðislegum verkfærum. Þegar þarna er komið í umræðunni er
auðvelt að láta sér fallast hendur og líta svo á að ekki sé hægt að tak-
ast á við núgildandi regluverk nema með þeim hætti einum að
gagnrýna grundvöll þess, sem á Vesturlöndum er í sumum tilvikum
skírnir
5 No Borders á Íslandi tala fyrir landamæralausum heimi og berjast fyrir ferðafrelsi
allra. Hreyfingin er tengd sambærilegum hreyfingum víða um heim sem sameinast
um þá stefnu að draga úr rasisma og þjóðernishyggju. Enn fremur líta hreyfing-
arnar alla jafna svo á að landamæri og landamæraeftirlit séu „í eðli sínu ofbeldis-
full fyrirbæri sem stuðla að mannréttindabrotum, arðráni og stríðsrekstri alls
staðar í heiminum“ („Um No Borders“ 2013).
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 415