Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 193
417frekar breskt pund en afrísk stúlka
vegna Dyflinnarsamningsins8 árið 2001. Hér verður ekki fjallað
ítarlega um þær breytingar sem þessi hluti Evrópusamrunans hefur
haft í för með sér en rétt er að víkja stuttlega að ákveðnum atriðum
sem hafa þýðingu fyrir orðræðu um málefni útlendinga á Íslandi.
Þótt fjórfrelsi EES-samningsins, sem er talið grundvöllur innri
markaðar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, vísi til frjáls flæðis
vöru, fólks, þjónustu og fjármagns, kveður texti samningsins ekki
sérstaklega á um frelsi fólks til flutninga heldur frelsi launþega til
að fara á milli staða. Líkt og Catherine Dauvergne (2008: 25, 43)
bendir á er vaxandi tilhneiging til þess að líta fyrst og fremst á fólk
sem vinnuafl og þar með hráefni fyrir efnahagslífið. Samkvæmt lag-
anna hljóðan er ríkisborgurum Evrópusambandsins einnig aðeins
ætlað að nýta rétt sinn til að setjast að í öðrum ESB-ríkjum að þeir
geti séð fyrir sér og „verði ekki ósanngjörn byrði á kerfi félagslegrar
aðstoðar“ (sjá t.d. Lög um útlendinga nr. 96/2002, 35. gr.).
Samhliða þessari þróun hefur hin lagalega orðræða um útlend-
ingamál breyst þótt upplifun íbúa álfunnar kunni að vera önnur.
Við, sem áður vísaði til íbúa ríkis, vísar í auknum mæli til allra íbúa
Evrópu, og hinir, sem áður voru allir útlendingar, hafa smám saman
orðið að útlendingum utan EES. Orðanotkun Evrópusambandsins
og EFTA er skýrt merki um þetta, en í frumvarpi til laga um út-
lendinga sem lagt var fyrir 141. löggjafarþing (2012-2013, þingskj.
917, 541. mál) var, vegna athugasemda ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA),
notast við orðalagið EES-borgari og EFTA-borgari í stað þess að
tala um EES-útlending og EFTA-útlending. Í þessu felst að ríkis-
borgari EFTA eða EES-ríkis telst ekki „útlendingur“ á Íslandi, en
samkvæmt Íslenskri orðabók (2002) er útlendingur „maður í eða úr
öðru landi“.
skírnir
8 Dyflinnarreglugerðin er reglugerð rá ðsins (EB) nr. 343/2003/EB fra 18. febrú ar
2003 um að koma á viðmiðunum og fyrirkomulagi við að á kvarða hvaða aðildarrí ki
beri á byrgð á meðferð umsó knar um hæli sem rí kisborgari þriðja lands leggur
fram í einu aðildarrí kjanna. Upphaflega grundvallaðist samstarf Evrópuríkja í hælis-
málum á Dyflinnarsamningnum sem tók breytingum eftir að stór hluti Schengen-
samkomulagsins var felldur inn í stofnsáttmála ESB með Amsterdamsáttmálanum
árið 1999. Með því sammæltust ESB-ríkin um að hælismál væru sameiginlegt
viðfangsefni þeirra og að m.a. þyrfti að dreifa álaginu sem af þeim hlytist, Sjá nánar
Erna Kristín Blöndal 2010.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 417