Skírnir - 01.09.2014, Page 198
83/2012) sem kváðu á um heimild til að gera slíka samninga. Hefðu
frönsk stjórnvöld hætt að fara með fyrirsvar fyrir Íslands hönd hefði
útgáfa vegabréfsáritana lagst af — að minnsta kosti tímabundið —
í þrettán löndum af þeim sjötíu þar sem hægt er að sækja um áritun.
Núverandi fyrirkomulag þýðir hins vegar að synjun á vegabréfs -
áritun sem ætluð er til heimsóknar til Íslands er kæranleg til franskra
yfirvalda, ekki íslenskra (Alþt. 2011-2012, 140. lögþ. A. 709. mál).
Landamæri Íslands — líkt og annarra Schengen-landa — hafa
þannig breyst frá því að vera landfræðileg landamæri í það að verða
pólitísk landamæri sem dregin eru með alþjóðasamstarfi. Sumir geta
farið umhugsunarlaust yfir þessi landamæri, en girðingin er reist
gagnvart öðrum án þess að mikið fari fyrir því. Þeir sem hvorki
komast lönd né strönd geta tæplega mótmælt þannig að í þeim heyr-
ist, enda fer landamæragæsla Evrópu í raun fram í þeirra eigin
heimalandi. Einstaklingurinn er ekki viðfangsefni landamæragæsl-
unnar heldur hópurinn sem hann kann að tilheyra (Guild og Bigo
2005: 234–235, 253–254).
Með kröfu um að umsækjendur sýni fram á sjúkratryggingu og
að þeir hafi næg fjárráð sér til framfærslu meðan á dvöl stendur er
fátæku fólki markvisst haldið frá því að sækja um vegabréfsáritun til
Evrópu (Guild og Bigo 2005: 258). Umsækjandi þarf jafnframt að
leggja fram gögn sem staðfesta tilgang ferðar, t.d. bókun á gistingu
og ferðum um landið, auk þess að fyrir liggi „upplýsingar sem gera
kleift að meta ásetning umsækjanda um að fara frá yfirráðasvæði
aðildarríkjanna áður en vegabréfsáritunin, sem sótt er um, rennur
út“. Ef stjórnvald telur ástæðu til að „vefengja uppgefinn tilgang
ferðar“ eða upplýsingar sem umsækjandi hefur gefið, skal — sam-
kvæmt íslenskum lögum er byggjast á Schengen-samkomulaginu
og reglugerð Evrópusambandsins — ekki veita vegabréfsáritun. Við
matið er litið til þjóðernis, félagslegrar stöðu viðkomandi útlendings
og hættu á að hann dvelji lengur á Schengen-svæðinu en honum er
heimilt. Í reynd þýðir þetta að séu af einhverjum ástæðum taldar
líkur á að útlendingur muni dvelja lengur í landinu er vegabréfs -
áritun synjað. Í handbók framkvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins um meðferð vegabréfsumsókna eru gefnar leiðbeiningar um mat
á því hvort umsækjandi um vegabréfsáritun kunni að setjast að á
422 halla gunnarsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 422