Skírnir - 01.09.2014, Page 209
433frekar breskt pund en afrísk stúlka
um aðstandendur námsmanna sem fengju þá aðeins atvinnuheimild
að aðstæður á vinnumarkaði leyfðu. Hins vegar er engin ástæða til
að viðhalda stjórnsýslulegum útúrdúrum sem kveða á um að Vinnu-
málastofnun verði að samþykkja atvinnuheimild til handa fólki sem
á landinu dvelur til langs tíma af öðrum ástæðum en vegna at-
vinnuþátttöku, t.d. sem flóttamenn, nánustu ættingjar eða af mann -
úðarástæðum.
Sé afstaða ASÍ gagnvart umbótum á útlendingalögum skoðuð í
ljósi þróunar á afstöðu annarra evrópskra verkalýðsfélaga til inn-
flytjendamála má greina sameiginlega þræði. Samkvæmt saman-
burðarrannsókn Pennix og Roosblad (2000: 186-187) á viðhorfum
verkalýðshreyfinga í sjö Evrópulöndum23 til innflytjendamála, hafa
evrópsk verkalýðsfélög almennt ekki verið jákvæð gagnvart inn-
flutningi fólks. Verkalýðsfélög hafa notað aðkomu sína að ákvarð -
anatöku til að reyna að hafa stjórn á ráðningu erlends vinnuafls,
m.a. með því að fara fram á neitunarvald í einstaka málum. Í öllum
löndunum nema Svíþjóð lögðu félögin einnig áherslu á að erlent
vinnuafl kæmi aðeins til ríkjanna til skamms tíma og að draga mætti
úr innflutningi þegar þyrfti. Einnig voru dæmi þess (Austurríki) að
verkalýðsfélög skilgreindu það sem hlutverk sitt að „vernda inn-
lenda verkamenn frá innflytjendum“ og beittu áhrifum sínum til
þess. Ekkert verkalýðsfélaganna setti sig upp á móti takmarkandi
löggjöf í útlendingamálum og mörg þeirra hafa beinlínis talað fyrir
henni (Pennix og Roosblad 2000: 187–190).
Enn fremur hefur verkalýðsfélögum beggja vegna Atlantshafs-
ins, sem þó eru rekin á mismunandi forsendum, ekki tekist að
byggja brýr til innflytjenda á vinnumarkaði og hafa þau heldur átt
þátt í að viðhalda, jafnvel endurgera, stigskiptingu valds á þeim vett-
vangi. Evrópskum verkalýðsfélögum hefur tekist betur en banda-
rískum við að ná til innflytjenda en engu að síður hefur forysta
félaganna venjulega verið úr röðum launafólks sem er í hvað sterk -
astri stöðu á vinnumarkaði og er ekki einkennandi fyrir hinn al-
menna félagsmann (Lüthje og Scherrer 2001:142). Áhyggjur evrópskra
skírnir
23 Rannsóknin náði til Sviss, Þýskalands, Austurríkis, Svíþjóðar, Hollands, Frakk-
lands og Bretlands.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 433