Skírnir - 01.09.2014, Page 210
verkalýðsfélaga af innflutningi fólks hafa einkum lotið að mögu-
legum áhrifum sem fjölgun vinnandi handa kann að hafa á atvinnu-
leysi innlends launafólks og samningsstöðu hreyfinganna. Þarna
hafa vegist á tvenns konar sjónarmið, annars vegar það að verka-
menn allra landa skuli standa saman, enda eigi þeir sameiginlegra
hags muna að gæta, og hins vegar að hagsmunir þjóðríkisins og
þeirra sem innan landamæranna búa skuli settir í öndvegi.
Ekki hefur verið gerð rannsókn á viðhorfi íslensku verkalýðs -
hreyfingarinnar til innflutnings fólks. Sú afstaða sem ASÍ lýsir í
umsögn sinni við lagafrumvarpið ber þess þó skýr merki að sam-
bandið telji ekki ráðlegt að opna á frekari möguleika fyrir útlend-
inga utan EES til að setjast að á Íslandi hvað sem líður þeim
tengslum sem útlendingur kann að hafa við landið. ASÍ vísar m.a.
til þess að atvinnuleysi sé enn mikið á Íslandi og hafi komið hart
niður á útlendingum á síðustu árum. Útlendingum hafi þar af
leiðandi fjölgað í hópi atvinnuleitenda og hætta sé á að slíkt ástand
auki líkur á félagslegum undirboðum (Alþt. 2012-2013, 141. lögþ.
A. Erindi nr. 141/1807, 541. mál). Samkvæmt lögum um starfskjör
launafólks (nr. 55/1980, 1. gr.) er óheimilt að víkja frá kjarasamn-
ingum. Ætla mætti að vörn gegn undirboðum liggi einkum í þeim
lögum og í varðstöðu og baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir
því að umsamin kjör séu í samræmi við almenn kjör á vinnu-
markaði.24
ASÍ átti — eitt verkalýðshreyfinga — sæti í nefndinni sem samdi
frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga, en í því er skýrt
kveðið á um að atvinnuleyfi skuli aðeins veitt tímabundið og þurfi
að koma til endurnýjunar á hálfs til tveggja ára fresti eða þar til
viðkomandi öðlast rétt á óbundnu atvinnuleyfi. Slíkt leyfi er hins
vegar, líkt og áður hefur komið fram, ekki veitt útlendingum nema
þeir öðlist búsetuleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er sá mögu-
leiki ekki fyrir hendi í tilfellum „vinnuafls“, þ.e. fólks sem kemur til
434 halla gunnarsdóttir skírnir
24 Við þetta má bæta að í greinargerð með frumvarpi til laga frá árinu 1974, þar sem
fyrst er kveðið á um að óheimilt sé að víkja frá kjarasamningum, er vísað til þess
að mikil eftirspurn húsmæðra eftir hlutastarfi eða ígripavinnu geti boðið heim
hættu á að vinnuveitendur skammti naumari rétt en kjarasamningar kveða á um
(Alþt. 1973–1974, 94. lögþ. A. Þingskj. 76, 70. mál).
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 434