Skírnir - 01.09.2014, Side 227
451riðið í kaldan dauðann?
Hún hefur lokið við að lesa fyrir börnin og þau sofnað í fangi
hennar. En ógnin er samt yfir og konan er ein, „svaf, og svaf ekki“
gefur til kynna að eitthvað sé á seiði — aftur eitthvað ofar mann-
legum skilningi, mystískt. Svefninn sem á að vera lausn verður
óöruggt flökt milli vitundar og vitundarleysis. Ljóðmælandinn veit
hvað það er — eftir á — það er sorgin sem guðar á gluggann, hún
er á gægjum „sorg stóð á ljóra.“ Í fjórða erindi hefur morgnað að
Þóroddsstað og tár ekkjunnar glitra við skin dagstjörnunnar (sól-
arinnar), hún fær birtu að ofan. Börn og ekkja eru grátbólgin, enni
þung af harmi. Skáldið bregður fyrir sig fornum kenningum sem
þyngja enn stemmninguna. Kenningarnar vísa til veðurlags; þannig
renna saman harm ur ekkjunnar, barna hennar og náttúru.
Við upphaf fimmta erindis verður breyting á því stefi um lokuð
augu sem hingað til hefur verið klifað á:
Hér er vísað til þess að alheimsandinn hafi — þrátt fyrir allt — fylgt
séra Stefáni Jónssyni. Hér má og kenna að daðrið við hið mystíska
fjarar út; skáldið Matthías og presturinn Matthías taka hér höndum
saman og halla sér að Guði. En guðfræðin hefur breyst. Guð og
náttúra eru samtvinnaðri en áður „augun, sem til elsku / alheima laða“
horfast í augu við helstjörnuna, verma nákuldann, þýða gödduð
hjörtun, en samt deyja menn svona líkt og séra Stefán Jónsson því
„fár veit feigs götu“ og þá er huggunin harmi gegn að þessi einu augu
„gefa líf dauðum“.
skírnir
Ein vöktu augu –
einan sáu’ á heiði, –
augun, sem til elsku
alheima laða,
horfa mót helstjörnu,
hita nákulda
glæða gaddhjörtu,
gefa líf dauðum.
Opin eru augu; –
upp þér sofendur!
Skíni Guðs augu
gegnum yðar hjörtu!
Ef þau eigi lýsa,
opnast náheimar,
verða úti veraldir –
Vituð ér enn eða hvað?
saman þrjá syni: Jón sem var sjö ára er faðir hans lést, Kristján sem var þá fimm
ára og Eggert sem var rétt liðlega tveggja ára. Sjá Björn Magnússon 1976: 388–
389.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:20 Page 451