Skírnir - 01.09.2014, Page 229
453riðið í kaldan dauðann?
eftir einhverju sem nái út yfir skynjanleg fyrirbæri og lögmál þeirra; og
hversu mjög sem skynfæri þeirra eru upptekin af jarðneskum hlutum, þá er
ævinlega eins og þeir hafi þar fyrir utan aðra hluti sem hlytu að eyðast án
næringar. Þetta er hin fyrsta hræring trúarinnar. Leynilegt, óskilið hugboð
rekur þá handan yfir ríkidæmi þessa heims; þess vegna er þeim hver snef-
ill af öðrum heimi svo velkominn … (Schleiermacher 2007: 179)
Hér er Schleiermacher á kunnuglegum slóðum, hann vísar til og allt
að því vitnar um að maðurinn sé knúinn til þess að seilast eftir hinu
óskilgreinanlega, leynilega. Ég tel að ofangreind tilvitnun eigi ekki
bara vel við um ljóð Matthíasar heldur sé ekki síður gagnlegt að hafa
hana til hliðsjónar þegar rýnt verður í ljóð Gríms, „Reynistaðar -
bræður“.
III
Haustið 1780 varð sá hörmungaratburður að tveir bræður, Bjarni og
Einar Halldórssynir, frá Reynistað í Skagafirði týndust og urðu úti
ásamt þremur öðrum mönnum þegar þeir hugðust reka mikið safn
kinda og hrossastóð norður yfir Kjöl (sjá t.d. Guðlaugur Guð -
munds son 1998; Öldin átjánda 1961: 131–133). Varð þessi atburður
efni í ýmsar sögusagnir og kveðskap enda margt óhugnanlegt við
hann og þótti dularfullt og í raun hafa aldrei öll kurl komið til grafar
um þetta mál. Óhugur og þjóðtrú hafa fylgt þessari sögu og ætt
þeirra bræðra sem þarna fórust, allt fram á þennan dag (Guðlaugur
Guðmundsson 1998: 167–174). Jón Eyþórsson lýsir þessu ágætlega
þegar hann ritar:
Í fyrsta lagi vita menn ekkert um síðustu ferðalok þeirra félaga. Þeir hurfu
út í sortann, sem lá á fjöllunum, með lest sína og fjárhóp, en komu þaðan
ekki aftur. Tvö líkin fundust næsta vor, tvö eftir 65 ár og eitt aldrei. Í öðru
lagi risu langsótt og harðsnúin málaferli út úr hvarfi þeirra, þar sem þrír
menn voru bornir sökum um líkrán. Mun það vera fágætt sakarefni í ís-
lenzku réttarfari. Það fékkst ekki heldur úr því skorið til fulls, hvort þeir
væru sekir eða saklausir. (Jón Eyþórsson 1949: 136)
Mörg skáld hafa spreytt sig á að setja sögu þessa eða hluta hennar í
bundið mál og má þar nefna Jón Hjaltalín sem innifól frásögn af för
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:20 Page 453