Skírnir - 01.09.2014, Side 231
455riðið í kaldan dauðann?
Í ljóði sínu „Reynistaðarbræður“ rekur Grímur Thomsen ekki sögu
bræðranna, fjárreksturinn eða aðdraganda fararinnar heldur leiðir
hann lesandann um ógnarslóðir, þar sem tilfinningin fyrir mikil-
fengleik náttúrunnar vex með hverju erindi. Erindin eru ellefu,
fjórar línur hvert, og er mis dýrt kveðið, fyrsta og þriðja lína ríma
og önnur og fjórða, innrím er í sumum erindum.
Grímur leiðir lesandann strax til fjalla og sífellt hærra í fjórum
fyrstu erindunum:
Fyrst talar ljóðmælandinn um fjöllin almennt, þau eru falleg,
okkar fjöll. Og þó að það sé ákveðin fjarlægð til þeirra fyrst, er
strax vikið að því að þau geymi ógn; á fjöllum býr feigðin sjálf. Í
öðru erindi dregur hann ferðalangana inn í ljóðið; það er föl á
skírnir
Þótt fögur séu fjöllin vor,
feikn þau marga geyma,
um fannir liggja freðin spor,
feigðin á þar heima.
Er á stað þeir fóru, föl
fáði silfri jörðu;
þegar upp þeir komu á Kjöl,
kóf með frosti hörðu.
Skóf á tindum, sköflum hlóð,
skáraði vindur fannir,
vegarleysu villuslóð
vafði snjóahrannir.
Rann nú sól, og rekkum fól
rökkur jökulkolla,
á eyðibóli ekkert skjól,
og ei þeir hittu Polla.14
14 Greinarhöfundur hefur lagt þá spurningu fyrir marga fróða menn og flett upp víða
til þess að reyna að finna út úr því við hvað er átt með orðinu, Polla. Fyrirspurnir
báru ekki árangur en helst er ég á því að þarna sé um örnefni að ræða. Sigurður
Pálsson í Haukadal skrifaði lýsingu á Kjalvegi í Þjóðólf 1. nóvember 1884, þar
segir m.a.: „Nærri mun láta að lengd þessa vegar, byggða á milli, úr Biskups-
tungum norður í Mælifellsdal, sé hálfur þriðji lesta áfangi. Eyfirðingavegur liggur
úr Gránunesi yfir austurkvísl Svartár, og fyrir austan Kjalhraun, og svo sömu
stefnu til austurs innyfir Blöndu, austur í Álftabrekkur og svo austur með Hofs-
jökli, hefir maður hann á hægri hönd, austur í syðri Polla. Þar var áfangastaður
(úr Gránunesi). Þaðan liggur vegurinn að Jökulsá, yfir hana og svo norðvestan við
nyrðri Polla, þá í austurlandnorður austan við Urðarvötn og svo ofan í Eyja-
fjörð“ (Sigurður Pálsson 1884). Af þessu að dæma er Polli áningarstaður og á
Grímur þá við að lestarmenn hafi ekki hitt (náð í Polla). Af þessu má reyndar
ráða að Grímur hefur aðeins vitað af kennileitinu en kannski ekki þekkt vel, því
þaðan sem Reynistaðarbræður urðu úti er þó nokkur spölur enn í Polla og því
nánast bara rímsins vegna sem sá staður er dreginn inn í kvæðið.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:20 Page 455