Skírnir - 01.09.2014, Page 232
jörðu þegar þeir leggja í hann og hún er silfruð — hér minnir
skáldið skemmtilega á að Reynistaðarbræður voru með verðmæti
meðferðis. Silfur er og tengt svikum sem kunnugt er — þessi fal-
lega stillta mynd af náttúrufegurð er mynd af svikalogni. Þeir koma
hærra upp og mæta „frosti hörðu“ — ógnin er í aðsigi þó allt sé enn
eðlilegt.
Enn færir skáldið sig ofar í þriðja erindi, því er lýst að það skefur
á tindum og hleður í skafla, vindurinn mótar skaflana og fyllir slóða
þannig að ummerki mást út og villugjarnt verður. Ummerki um
mennskuna hverfa smám saman. Í fjórða erindinu hverfur þeim
birtan á bakvið jökulinn — þeir hafa ekkert skjól lengur, þeir eru á
„eyðibóli“.
Frá fjalla-, tinda- og jöklamyndum dregur ljóðmælandi mennina
niður um stund til þess að undirstrika umkomuleysi þeirra og smæð.
Þeir ná við „skútaskafl“ að tjalda, skúti er lítill og tjald er aumt skjól
í stórviðrum. Og þá leggjast á eitt myrkrið og veðrið, því „vex um
nætur vetrarafl“, og þarf þá ekki að orðlengja að vistin er köld. Í sjötta
erindi hamrar ljóðmælandi á ömurlegri nótt svefnleysis og kulda.
Svoleiðis nótt er „löng“ og óróleg. Þeir vaka lengst af vitandi að ef
þeir sofna muni það draga úr þeim mátt. En Grímur gerir svefninn
einnig ógnvænlegan með því að kalla hann „dauðans bróðir“.
Sjöunda erindið, fyrri tvær línurnar, er grafarmynd. Frostið og
fönnin hjálpast að við að grafa þá bræður. En hið háleita birtist þá í því
að þeir gefa sig Guði á vald — einhver sýn um annað verður til. Þeir,
svo gripið sé til Schleiermachers, fálma „eftir einhverju sem nái út yfir
skynjanleg fyrirbæri og lögmál þeirra“. Undir þessari von grenjar
norðanbylur, ógnvekjandi andstæða, grimmur blástur vonleysis.
Frosið niður fennti tjald,
feiga bræður hylur;
gáfu þeir sig guði á vald;
grenjaði norðanbylur.
456 guðmundur s. brynjólfsson skírnir
Á Kjalhrauni við skútaskafl
skatnar loksins tjalda;
vex um nætur vetrarafl,
vist þeir höfðu kalda.
Löng var nótt og lítt var rótt,
lengst þeir svefni hafna,
kaldri úr drótt því dregur þrótt
dauðans bróðir jafnan.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:20 Page 456