Skírnir - 01.09.2014, Page 236
sinni við óblíð náttúröflin en eiga von í Guði. Því er glíma mann-
anna, sem þeir tapa, glíma við sjálfið og guðsmyndina á 19. öld. Það
háleita í þeim, sem bregst við viðsjárverðri og ofsakenndri nátt-
úrunni, er fulltrúi þess manns sem hefur sýn og vill leita líkt og
djarfir könnuðir allra vísindagreina 19. aldarinnar. Þó svo að tak-
markið sé handan við það sem er, við endimörk mannlegrar skynj-
unar. Sigurjón Árni skrifar:
Trúarbrögðin lýsa sér í leit að einhverju sem er handan við hið endanlega
en þó tiltækt. Leit að því sem er allt öðruvísi. Í trúarbrögðunum er því
fólgin skilningur og smekkur fyrir hinu óendanlega. Með þessu hugtaki,
óendanleikanum, sem er mjög svo litað af hugmyndum rómantísku stefn-
unnar, leitast Schleiermacher við að finna manninum frumforsendu eða
sjónarhól sem hann getur staðið á og greint veruleikann í fjölbreytileika og
fallvaltleika sínum sem heild. (Sigurjón Árni Eyjólfsson 2008: 112)
Þannig eru ljóðin um séra Stefán Jónsson og Reynistaðarbræður
ekki bara um þessa menn og ömurlegan dauðdaga þeirra heldur um
alla menn að glíma við takmörk sín, leit sína og þá sýn sem drífur
þá áfram svo ekki verði „úti veraldir“.
Heimildir
Aðalgeir Kristjánsson. 1999. Nú heilsar þér á Hafnarslóð. Reykjavík: Nýja bóka-
félagið.
Björn Magnússon. 1976. Guðfræðingatal 1847–1976. Reykjavík: Prentsmiðjan
Leiftur.
Bragi — óðfræðivefur. [Án ártals]. Sótt 13. júlí 2014 á http://bragi.arnastofnun.is/
visur.php?VID=5527
Grímur Thomsen. 1969. Ljóðmæli. Sigurður Nordal sá um útgáfu. Reykjavík: Mál
og menning.
Guðlaugur Guðmundsson. 1998. Reynistaðarbræður, 2. útg. endurskoðuð og aukin.
Reykjavík: Íslenskur annáll.
Hallfreður Örn Eiríksson. 1982. „Sagnir og þjóðkvæði í skáldskap Gríms Thom-
sens.“ Gripla 5 (1). Ritstj. Jónas Kristjánsson, 162–182. Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar.
Hegel. G.W.F. 1977. The Phenomenology of Spirit. Þýð. A.V. Miller., Oxford: Ox-
ford University Press.
Ísafold. 1888, 7. mars.
460 guðmundur s. brynjólfsson skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:20 Page 460