Saga - 2010, Page 7
Góð saga
Sagnfræðingar mæla með bókum
Tuttugu og eitt sagnfræðiverk sem þú verður að lesa áður en þú deyrð? Nei,
ekki alveg því spurning Sögu miðar ekki að því að búa til hentugan pakka
með því besta á fræðasviðinu, líkt og nú tíðkast í hinum og þessum list-
greinum, heldur að fá sagnfræðinga til að greina frá því hvað þeir telja ein-
kenna góða sagnfræði með því að beina sjónum sínum að einu sagnfræði -
verki. Niðurstaðan mun vonandi glæða og upplýsa umræðu um sagnfræði
á Íslandi — til þess er hún í það minnsta nógu margslungin og endurspeglar
vel þann dásamlega fjölbreytileika sem birtist í safni þeirra bókartitla sem
urðu fyrir valinu.
Fernand Braudel, Civilisation matérielle et capitalisme, XVe–XVIIIe
siècle [þýtt á ensku sem Civilization and Capitalism 15th–18th
Century] í þremur bindum (París: Librairie Armand Colin 1967
og 1979).
Stórvirki franska sagnfræðingsins Fernands Braudel (1902–1985)
Civilisation matérielle et capitalisme, XVe–XVIIIe siècle er tvímælalaust
eitt merkasta sagnfræðirit 20. aldarinnar. Braudel var einn af leiðtog-
um Annálahreyfingarinnar, arftaki Luciens Febvre, og í þessu verki
birtist hin svokallaða „nýja“ sagnfræði. Braudel hafnaði hefðbund-
inni söguritun, þ.e.a.s. sögu stjórnmála, mikilmenna og stríða, og
leitaði á mið annarra fræðigreina, einkum landafræði, hagfræði og
félagsfræði. Við það þróaði hann nýjar aðferðir og rannsakaði ný
viðfangsefni í sagnfræði. eins og titlarnir á bindunum þremur bera
með sér réðst Braudel ekki í að setja saman verk sem væri afmarkað
í tíma og rúmi, heldur gerði hann tilraun til að skrifa heildarsögu
(e. total history) heimsins á tímabilinu milli miðalda og iðnbyltingar,
þótt áhersla væri vissulega lögð á þróun hagkerfa og kapítalismans. Í
umfjöllun sinni hafnaði hann bæði hugmyndum Adams Smith og
marxista og taldi kapítalista hafa fyrst og fremst verið einokunarsinna
sem störfuðu undir vernd ríkisins. Hann leitaði svara við því af hverju
Saga XLVIII:2 (2010), bls. 7–50.
S P U R N I N G S Ö G U
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 7