Saga - 2010, Síða 8
Frakkland, sem hann fullyrti að hefði verið fyrsta nútíma þjóðríkið,
hefði aldrei verið í forystu í evrópsku efnahagslífi á nýöld. Var svarið
landfræðilegs eðlis? Var Frakkland kannski einfaldlega of stórt að flat-
armáli? Braudel lagði ríka áherslu á mikilvægi landafræði í tengslum
við söguna og ekki þarf annað en að huga að þeirri einföldu staðreynd
að Ísland er eyja til að skilja áhrif landfræðilegra þátta á sögu þjóða.
en hann staðnæmdist ekki við hagsöguna. Skiptinguna í hag-
sögu, félagssögu og hugmyndasögu má ennfremur rekja til Braudels,
og öllu eru gerð skil, eins og sést við lestur hinna ótrúlegu efnismiklu
efnisyfirlita í bindunum þremur. (Ég myndi vilja bæta við stjórn-
málasögu, sem Braudel sniðgekk viljandi í þessu riti, en þetta eru
fjórar höfuðgreinar sagnfræðinnar í dag.) Braudel skrifaði um stétt-
ir, ekki eingöngu yfirstéttina heldur venjulegt fólk sem á þessum öld-
um voru bændur og jaðarfólk, t.d. þræla og fátæklinga. Hann skrif aði
um daglegt líf, neyslu fólks og tísku. Af hverju hættu evrópubúar
flestir hverjir að borða kjöt um miðja 16. öld? Hvenær komust gaffl-
ar almennt í notkun? Hvenær fór fatatíska að skipta máli? Hann
skrifaði um borðsiði, híbýli og kaffihús, um áhrif tækniframfara og
skilgreindi lögmál um þróun borga.
Hann hafði mikinn áhuga á breytingum í fólksfjöldaþróun. Sagn -
fræðingar voru orðnir nokkuð sammála um að á tímabilinu 1300–
1800 hafi fólksfjöldinn í evrópu tvöfaldast, en Braudel leit einnig til
landsvæða utan evrópu, t.d. kína, og komst að þeirri niðurstöðu að
alls staðar hefði álíka fólksfjölgun orðið. Orsakirnar gátu því ekki verið
staðbundnar og hann leitaði sannfærandi skýringa með því að skoða
veðurfarsbreytingar. Hvaða áhrif hefur veðurfar á gang sögunnar?
Hvaða áhrif hefur skyndileg fólksfækkun eða fólksfjölgun á sam-
félagið? Þannig voru dæmigerðar spurningar sem Braudel glímdi við.
Annað aðferðafræðilegt afrek Braudels var að koma fram með
nýjan skilning á sögulegum tíma. Hann skipti þróun mismunandi
fyrirbæra í sögunni í þrjár „bylgjulengdir“ (sjá grein einars Más
Jónssonar í Sögu 1982, „Nýjar stefnur í franskri sagnfræði“): lang-
tíma, miðtíma og skammtíma sem vinna saman. einfalt en snjallt.
Braudel stekkur um alla evrópu í leit að lýsandi dæmum og
bregður sér svo til Asíu, til kína og Indlands, til að leita að enn
öðrum rannsóknum sem styddu tilgátur hans. Ritið er stórkostlegt
verk — mega-sagnfræði — en sætti gagnrýni eins og önnur verk
sagnfræðinga. Hann var helst gagnrýndur fyrir að sniðganga
atburðasögu og sögu einstaklinga, en það var einmitt markmið hans
að leiða þau viðfangsefni hjá sér í þessu verki. ennfremur var bent á
spurning sögu8
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 8