Saga - 2010, Page 12
leyfir sér að tengja saman margvíslega vitnisburði. Opinberum heim-
ildum, sem oft eru fullar af gildishlöðnum fullyrðingum um kven -
sniftir og viðsjárverða karla, er þannig teflt gegn hinum óopinberu
og síður viðurkenndu heimildum, munnmælum og þjóðsögum, sem
hafa að geyma aðra sögu og aðra sýn en hin opinbera saga.
Verk Ingu Huldar er þó fráleitt í lausu lofti fræðilega því hún er
ekki aðeins undir áhrifum af stefnum og straumum kvenna- og
kynjasögunnar heldur nýtir hún sér einnig rannsóknir og kenningar
innlendra og erlendra fræðimanna til þess að skilja og greina for -
tíðina og setja hugsun og hegðun, sem virðist einkennast af grimmd
og miskunnarleysi, í samhengi við tíðarandann hverju sinni.
Inga Huld er ekki bundin af formi og stíl heldur er hún stundum
á fleygiferð í tíma og rúmi, orðin flæða á síðum bókarinnar, og hún
stígur inn í frásögnina, ófeimin við að lesandinn sjái að hún líður
með lítilmagnanum og ástinni. Inga Huld hlífir ekki valdsmönnum,
sem upphugsuðu lög og reglur og framfylgdu þeim af hörku, en hún
setur þá í samhengi við samtíð sína og viðhorf sem við öll hljótum að
vera bundin af hverju sinni.
Bókin fylgir að sumu leyti stórsögulegri tímalínu frá landnámi til
okkar daga. Þó er hún ekki dæmigerð stórsaga. Hún er yfirlitssaga,
en ekki hefðbundin því hún fjallar fyrst og fremst um manneskjur af
holdi og blóði sem gæða frásögnina lífi. Þetta er réttarfars- og við -
horfasaga en líka saga af fólki, bæði fyrirfólki og almúgafólki sem
hefði horfið nafnlaust í myrkur sögunnar hefði það ekki endað líf sitt
í hylnum eða á höggstokknum.
Fjarri hlýju hjónasængur hreif marga þegar hún kom út, bæði
vegna efnisins og frásagnarstílsins sem er annar en við eigum að
venjast í sagnfræðiritum. Það er einmitt þetta frelsi og gleði sem ger-
ir bókina að góðri sagnfræði. Með því á ég ekki endilega við „full-
komna“ sagnfræði, hvernig svo sem hún er, heldur sagnfræði sem er
skrifuð af ástríðu og virðingu fyrir viðfangsefninu. Bók Ingu Huldar
er ekki aðeins öðruvísi Íslandssaga heldur er hún einnig góð og
nýstárleg sagnfræði, sem var löngu tímabær þegar hún kom út og
stendur enn fyrir sínu.
Erla Hulda Halldórsdóttir
spurning sögu12
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 12