Saga - 2010, Page 13
Peter Hennessy, The Prime Minister. The Office and Its Holders
Since 1945 (London: Allen Lane og The Penguin Press 2000).
Í þessu mikla verki (686 bls.) segir Peter Hennessy sögu forsætis -
ráðuneytisins í Bretlandi og þeirra ellefu einstaklinga sem gegndu
embætti forsætisráðherra landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar
til síðustu aldamóta.
Sjálfur fæddist Hennessy laust eftir stríðið (árið 1947). Að loknu
námi í Cambridge á englandi og við Harvard-háskóla í Banda ríkjun -
um starfaði hann sem blaðamaður, lengst af hjá The Times, og ein-
beitti sér að stjórnmálaskrifum. Árið 1992 varð Hennessy prófessor í
samtímasögu við Queen Mary í Lundúnaháskóla og þeirri stöðu
gegnir hann enn.
Reynsla Hennessys í blaðamennsku kom honum til góða við ritun
bókarinnar. Hann byggði hana að talsverðu leyti á viðtölum við
stjórnmálamenn og embættismenn sem komu við sögu (og hann
þekkti gjarnan frá fyrri tíð). Þar að auki hikaði hann ekki við að vitna
í þá í skjóli nafnleyndar, eins og títt er í fréttaskrifum dagblaðanna. Í
köflum sínum um tímabilið fram til ársins 1970 naut Hennessy þess
líka að fáir þekkja innviði breska þjóðskjalasafnsins eins vel og hann
(þegar bókin var rituð hvíldi 30 ára leynd á gögnum safnsins að öllu
jöfnu).
Í frásögn sinni notar Hennessy gjarnan langar tilvitnanir í heim-
ildarmenn sína eða skriflegar heimildir sem fyrir liggja, til dæmis
skjöl eða endurminningar og ævisögur forsætisráðherranna sem sagt
er frá (Clement Attlee, Winston Churchill, Anthony eden, Harold
Macmillan, Alec Douglas-Home, Harold Wilson, edward Heath,
James Callaghan, Margaret Thatcher, John Major og Tony Blair). Um
leið og Hennessy rekur feril þeirra í embætti forsætisráðherra segir
hann af þeim sögur og lýsir skapferli þeirra, kostum og löstum. ekki
er laust við að manni sýnist hann hrifnari af fyrri forsætisráðherrum
Bretlands, einkum Attlee og jafnvel þeim Macmillan og Douglas-
Home. Hennessy er dómharður þegar við á, en allir fá þó að njóta
sannmælis.
Auk þessarar bókar hefur Peter Hennessy skrifað fjölda bóka um
valda þætti í sögu Bretlands á seinni hluta síðustu aldar, þeirra á
meðal ritröð um eftirstríðsárin sem hann vinnur enn að. Það verk
sýnir að hann beinir sjónum sínum ekki aðeins að æðstu valdhöfum
og svokölluðum „high politics“. Bækur Hennessys eru vinsælar
góð saga 13
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 13