Saga - 2010, Síða 15
arskrárinnar 1874 en fór lauslega yfir tímann þaðan og fram að
útgáfutíma. Mikið af sögunni var í formi frásagna af nafngreindum
einstaklingum, en líka voru kaflar um stéttaskiptingu, húsakost, dag-
legt líf og atvinnuvegi. Síðan kom bókin út með smávægilegum
breytingum, einkum á röð kafla, stundum í þremur heftum. en
síðasta raunverulega nýútgáfan mun vera sú sem kom í tveimur
heftum á árunum 1966–68 með teikningum Halldórs Péturssonar, og
þá var búið að sleppa lokakaflanum. Persónulega reynslu fékk ég
fyrst af þessu riti á árunum 1949–53 í barnaskólanum í Reykholti í
Biskupstungum og hef ekki lesið annað sagnfræðirit af meiri áhuga
eða ánægju.
Á þeim 60–70 árum sem riti Jónasar var haldið úti var gerð ein
alvarleg tilraun til að skáka því. Íslandssaga Þórleifs Bjarnasonar
kom út fjórum sinnum á árunum 1966–80, en veturinn 1978–79
komst skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins að því að
bækur Jónasar væru enn notaðar álíka mikið og bækur Þórleifs. Varla
mun Íslandssaga Jónasar hafa notið höfundar síns, því að hann var
umdeildasti og líklega óvinsælasti stjórnmálamaður Íslendinga á 20.
öld og lauk ferli sínum sem einangraður utanflokkamaður á Alþingi
1946–49. Sumpart má vafalaust rekja langlífi bókarinnar til eymdar
og hirðuleysis í námsbókagerð á Íslandi. Það nægir samt ekki til að
skýra hve lengi bókin var notuð. Svo að tekin sé til samanburðar
önnur vinsæl námsbók kom Landafræði karls Finnbogasonar fyrst
út árið 1907, en hún endaði feril sinn með áttundu útgáfu þremur
áratugum síðar.
Útbreiðsla bókar er auðvitað ekki einhlítur mælikvarði á ágæti
hennar, enda er vandalaust að finna galla á Íslandssögu Jónasar,
einkum þegar hugsað er um hana sem lesefni þéttbýlisbarna á síðari
hluta 20. aldar. Orðaforði bókarinnar hefur orðið þeim þungur, þar
sem talað er skýringalaust um búslóð, skyldulið, jörð [= bújörð], bygg-
ingu landsins, að dengja ljái, að ganga sjálfala, um búsmala, leiguliða,
landskuld (I, 8–14). Framan af voru engar myndir í bókinni, ekkert
Íslandskort, engar ættarskrár, þótt mikið sé lagt upp úr skyldleika
sögupersóna. Hetjuskapur sumra persónanna hlýtur að fylla lesend-
ur minnimáttarkennd; maður hleypur meira en hæð sína í öllum
herklæðum (I, 60); piltur byrjar að læra latínu sex ára gamall (II, 57).
Þegar fram í sótti hljóta æ fleiri kennarar að hafa farið að efast um
feimnislausa þjóðernishyggju bókarinnar. einhverjir hafa væntanlega
saknað greinargerðar um réttarstöðu kvenna. Trú höfundar á heim-
ildagildi fornsagna er yfirgengileg; þannig er sagt fyrirvaralaust frá
góð saga 15
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 15