Saga - 2010, Side 16
þjóðveldisaldarbóndanum sem „lét telja sumt af kindum sínum og
voru þær 2400“ (I, 34). Hvað hefur vegið svo lengi upp á móti öllum
þessum annmörkum?
Styrkur bókarinnar er, að ég hygg, af tvennu tagi. Annað er það
að hún gaf Íslendingum sjálfsmynd sem þeir vildu sjá og þurftu með,
einmitt á fyrri hluta 20. aldar þegar þeir voru að taka fulla ábyrgð á
eigin samfélagi og þoka sér upp í félagsskap efnuðustu þjóða heims.
Hún sagði þeim að þeir gætu ef þeir vildu. Undrast má hvað Íslend-
ingar þoldu lengi þjóðernishyggju Jónasar, en raunar er hún ekki af
verstu gerð. Hvergi er því haldið fram að Íslendingar beri af öðrum
þjóðum, nema í einstökum atriðum eins og í skáldskap og sagnaritun
á miðöldum (I, 73, 100–101), sem verður eiginlega að teljast söguleg
staðreynd.
Hins vegar er styrkur Íslandssögu Jónasar sá að hún segir sögur
og treystir á þær, jafnvel án þess að þær skipti miklu máli í þjóðar-
sögu. ekki er aðeins sagt frá hetjum Íslendingasagna, körlum og kon-
um, heldur er Sturlunga saga endursögð í aðalatriðum og margt sótt
í biskupasögur. Víða er farið nokkuð hratt yfir efnið, en nógu oft þess
á milli dvelur höfundur við atvik, leyfir sögum að njóta sín, rekur
samtöl fólks, tilfærir eftirminnileg ummæli. Sérstakt dálæti hefur
hann á létt-yfirnáttúrlegum forspársögum, svo sem þeirri að Dana -
drottning bannaði móður Jóns Ögmundarsonar að slá á hendur hans
því að þær væru biskupshendur (I, 91). Höfundur kann að beita frá-
sagnarlist. Það er aðal bókarinnar.
Gunnar Karlsson
Walter Bauer, Rechtgläubigkeit und Ketzerei im ältesten Christentum.
Beiträge zur historischen Theologie 10. 2. útg. (Tübingen: J.C.B.
Mohr 1964).
Bók sú sem hér um ræðir er fræðilegt svar við spurningunni sem
Halldór Laxness fékkst við í smásögu sinni um Jón í Brauðhúsum,
þ.e. hvernig frásagan um Jesúm frá Nazaret fluttist frá sjónarvottun-
um yfir til síðari kynslóða. Hvað gerðist áður en bókfesta komst á og
stofnun myndaðist umhverfis boðskapinn? Þegar svo var komið
höfðu verið skilgreindir mælikvarðar á það hvað taldist rétt trú
(orþódoxía) og hvað röng (heresía). kirkjusagan fjallar að vísu að
meira eða minna leyti um átök slíkra andstæðna en algengast er að
spurning sögu16
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 16