Saga - 2010, Page 19
aðeins 4% jarða í eignarábúð í lok 17. aldar og þarafleiðandi voru
96% jarða setnar leiguliðum. Þessar niðurstöður hafa haft mikil áhrif
á íslenskar sagnfræðirannsóknir á síðari árum.
Jarðabækurnar 1686 og 1695 eru grundvöllur rannsóknarinnar en
fleiri handrit tengd þeim frá árunum í kring eru einnig notuð til þess
að fá heildaryfirlit yfir jarðir landsins og er ítarlega farið í varðveislu-
sögu handritanna og heimildargildi. Fjallað er um öll lögbýli lands-
ins, ekki einungis jarðir í eigu konungs eða kirkjulegra yfirvalda, og
í fyrsta skipti fæst heildaryfirlit yfir eignir í einkaeigu. Margar af
niðurstöðum bókarinnar eru settar fram í töflum og skrám. Stór hluti
bókarinnar er jarðatal, flokkað eftir sýslum og hreppum eða þing-
sóknum. Jarðatalið ásamt nafnaskrá hefur sjálfstætt gildi fyrir þá sem
taka sér fyrir hendur svæðisbundnar rannsóknir. Skrá er yfir öll
lögbýli, þar sem auk eignarhalds er getið kúgilda, landskuldar og
jarðardýrleika. Upplýsingar um hvernig skiptingu landsins í hreppa
og þingsóknir var háttað eru meðal þess sem gefur verkinu gildi og
eru þær einstæð heimild um hvernig þessum einingum var skipað.
en hreppaskipting var jafnan allt önnur en sóknaskipting, enda
hrepparnir eldri eining. Jarðatalið, sem Björn hefur birt og sett saman
um ástandið í lok 17. aldar, hefur líka mikið gildi í samhengi við
jarðabók, manntal og búfjártal Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá
fyrstu árum 18. aldar.
ekki er hægt að fjalla um doktorsrit Björns Lárussonar án þess að
nefna til sögunnar lítið rit sem hann gaf út í framhaldi af þessum
rannsóknum árið 1982, Islands jordebok under förindustriell tid. Í henni
vinnur Björn áfram með mikilvæga þætti úr doktorsrannsókninni og
setur jarðabækurnar frá lokum 17. aldar í skýrara samhengi við bæði
eldri og yngri jarðabækur. einnig athugar hann hvaða áhrif stefna
Danakonungs hafi haft á landshagi á Íslandi á þessu tímabili með
hliðsjón af vitnisburði jarðabókanna. kvað hér við nýjan tón í nálgun
á tengslum Íslands við Danmörku. Í doktorsritinu var gerður ákveð -
inn samanburður við siðaskiptatímann, en í þessu riti er fjallað um
jarðabækur og upplýsingar um eignarhald allt frá siðaskiptum og til
1861, þegar fyrst var gefið út löggilt jarðamat. Hér bætti Björn enn við
mikilvægu tölfræðilegu efni unnu upp úr opinberum jarða bókum, og
fæst með því langsnið í búskaparháttum landsmanna. Ræturnar eru
frá miðöldum og þráðurinn óslitinn allt til loka 19. aldar þegar pen-
ingahagkerfið tók við. Í meginatriðum er unnið með jarðabækur frá
1681/86, 1686, 1695/97, 1702/14, 1759 og 1861, en einnig er fjallað um
aðrar jarðabækur til hliðsjónar þessum þegar það á við.
góð saga 19
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 19