Saga - 2010, Page 21
biskupsstóla til ábúenda. Tengsl eru því á milli breytinga á land-
búnaðarkerfinu í Danmörku undir lok 18. aldar og breytinga á eign-
arhaldi jarða á Íslandi. Á árunum 1783–1861 voru um 40% af jarðar-
virði landsins seld, jarðir Hólastóls, Skálholtsstóls og konungsjarðir,
stærsti hlutinn á fyrstu tveimur áratugunum, eða um 75% fram til
ársins 1805. Ákvörðun yfirvalda var líka að láta leigukúgildakerfið
leysast upp með því að leyfa leiguliðum sjálfum að ráða því hvort
þeir tækju þau á leigu, en kerfið varð þó afar lífseigt.
Stiklað hefur verið á stóru varðandi nokkur meginatriði í jarða -
rannsóknum Björns Lárussonar en af miklu meira er að taka. Heiti
bókanna benda til að um fremur þröngt viðfangsefni sé að ræða, en í
raun eru hér á ferðinni kjarnmiklar rannsóknir á grunnþáttum í sam-
félagsgerð Íslands frá siðaskiptum fram á 19. öld. Frumathuganir
hans á afar óaðgengilegu efni jarðabókanna og framsetning þess í
aðgengilegum töflum, skrám og listum til frekari úrvinnslu eru
ómetanlegar öðrum sagnfræðingum. Rannsóknir Björns hafa þó ekki
aðeins gildi fyrir þá sem vilja kanna ítarlega einstök landsvæði eða
hagsöguleg eða félagsleg fyrirbæri gamla samfélagsins á Íslandi fyrir
markaðsvæðingu. Þær hafa haft víðtæk áhrif á almenna söguskoðun
um fyrri aldir, um sýnina á uppbyggingu sveitasamfélagsins og upp-
gjör við söguskoðun 19. aldarinnar. Þessa sér stað bæði í sértækum
rannsóknum og yfirlitsritum þar sem samfélagsgerð kemur við sögu.
Að lokum ber að nefna að það er ekki bara sagnfræðilegt gagn að The
Old Icelandic Registers — einn þekki ég sem keyrir ekki hringinn
nema hafa þessa (vegahand)bók með í för.
Hrefna Róbertsdóttir
Catherine Merridale, Night of Stone. Death and Memory in Twen -
tieth-Century Russia (Harmondsworth: Penguin Viking 2000).
Var Gúlagið hér? Skyndilega stóðum við á stóru auðu svæði í
miðjum skóginum. Það var miklu stærra en svo að við gætum kallað
það rjóður. Mér fannst það vera nokkurn veginn ferningslaga, en
síðar, þegar ég rakti slóð okkar með Google earth, sá ég að svo var
alls ekki. Hornin teygðust í ýmsar áttir. Slóðinn sem við höfðum
fetað í gegnum skóginn, yfir snjóskaflana sem enn voru ekki bráðn -
aðir þótt komið væri fram á vor, lá þvert yfir svæðið og hér var hann
eins og uppbyggður vegur. Við gátum séð mjög greinilega hvar inn-
gangur búðanna hafði verið, eikartréð stóð enn á sínum stað við
góð saga 21
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 21