Saga - 2010, Qupperneq 22
hliðið og það mótaði fyrir grunni „skrifstofunnar“ þar sem verðirnir
höfðu aðsetur og fangabúðastjórinn sat löngum stundum. Ég gekk
hringinn, fylgdi nokkurn veginn því sem mér virtist marka útjaðar
búðanna, þar sem mér sýndist að ytri veggurinn hefði legið. Við
norðurhornið voru nokkrar gryfjur sem enn voru fullar af snjó. Þær
voru ekki stórar, kannski 4 metrar á kant. Það leyndi sér ekki hvers-
konar mannvirki hér var um að ræða. Fjöldagrafir. Fyrr eða síðar sígur
yfirborð þeirra. Gryfjan getur verið sýnileg áratugum saman. Á
leiðinni til baka spyr fylgdarmaðurinn: Þú ert alltaf að tala um
Gúlagið. en Gúlagið var ekki hér, var það? Gúlagið, það var í Síberíu.
Tíminn græðir öll sár og mildar sárar minningar. Gleymskan líkn-
ar, ókunnugleikinn veitir frið. karaganda er byggð á beinum, það er
reimt í stjórnstöðvum Hvítahafsskurðarins, í skógum Mordóvíu finnst
mönnum þeir heyra barnsgrát þegar húmar að á vor- og sumarkvöld-
um. Rússar eiga til mikla melankólíu — þeir verða stundum væmnir,
sérstaklega karlmenn ef þeir drekka of mikið. en þeir eru ólagnir við
uppgjör. Þó að sársaukinn, áfallið, tjónið — harmurinn þjaki þá og
spilli lífsgleði þeirra, er viðurkenningin á ofbeldi og manndrápum
fortíðarinnar eitur í þeirra beinum. Flestra auðvitað. ekki allra.
Í bókinni Night of Stone tekst Catherine Merridale á við þennan
veruleika. Bókin er sagnfræðirit að því leyti að hún fjallar um sagn -
fræðilega atburði, setur þá í samhengi, skýrir þá og greinir atburða -
rás fortíðarinnar. en hún er óvenjuleg vegna þess að hún leitar alltaf
aftur til samtímans, á slóðir okkar hér og nú og til veikburða tilrauna
samtaka og félaga í Rússlandi til að fá fólk, og þó einkum stjórnvöld,
til að horfast í augu við minninguna um Gúlagið, spyrja spurninga,
greina atburði, tölur og sögur af fólki.
Það sem Merridale skilur betur en aðrir sagnfræðingar sem fjalla
um Rússland og gömlu Sovétríkin er hvernig saga Sovétríkjanna hef-
ur mótast af tvennu: ofbeldi og leynd. Ofbeldið birtist alls staðar á
sama tíma og því var hafnað — leyndin sá til þess að tjónið var ekki
til. Reynsla einstaklinga skiptir engu máli: Það fljúga spænir þá
höggvið er, segir máltækið. Miklar breytingar geta bitnað á saklausu
fólki. Við því er ekkert að gera. Viðhorf stjórnvalda til almennings er
byggt á lífsskilningi þar sem hver og einn getur þakkað fyrir að
halda lífi. Sjálf hugmyndin um sálrænan skaða, áfall eða að hægt sé
að eyðileggja líf fólks jafnvel þó að það sé ekki limlest eða drepið, er
hjáróma (16).
Dánartíðini í Rússlandi hefur alltaf verið sú hæsta í evrópu. Á
meðan Frakkar voru í 22 á hvert þúsund á nítjándu öld voru Rússar
spurning sögu22
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 22