Saga - 2010, Page 24
heimildum til sögu Íslands, Bloodtaking and Peacemaking. Feud, Law,
and Society in Saga Iceland. Í henni er hefnd skilgreind kerfisbundið í
samhengi við lög og samfélagsgerð og varpað er ljósi á samhengi
milli efnahagskerfis, hugmyndakerfis, stjórnskipulags og laga ann-
ars vegar og hins vegar þess hvaða möguleika hópar og einstakling-
ar höfðu til að leysa deilur og átök innan þess ramma. Bókin varð
ekki aðeins eitt af undirstöðuritum um heimildir Íslandssögunnar að
því leyti sem þær varða gjöf og endurgjald, heldur einnig um hug-
myndafræði hefndarskyldunnar hvar sem er og framkvæmd henn-
ar í reynd.
Þessi greining opnaði augu mín fyrir því að Íslendingasögur eru
ekki aðeins frásagnir af fólki sem brást við atburðum í lífi sínu af til-
finningasemi, skynsemi, af pólitískum eða trúarlegum ástæðum,
heldur má lesa úr sögunum hvernig stjórnskipan og réttarkerfi leggja
vegakerfið sem athafnir mannanna verða að fylgja, því annars staðar
er torfært og jafnvel ógöngur. Þessi nálgun vakti einfaldlega áhuga
minn á bókmenntum sem mér höfðu fram að því ekki þótt eiga
erindi við mig.
Miller sker sig dálítið úr þeim fróma hópi sem leggur stund á
íslensk fræði, furðulega víða um veröld, því rannsóknir hans ein-
skorðast ekki við íslenska texta og samfélag. Hann beitir bókmennta -
greiningu, mannfræðilegri og jafnvel sálfræðilegri aðferð til jafns við
sagnfræði á bókmenntir frá öllum tímum þótt rannsóknir hans falli
að jafnaði undir skilgreiningu réttarsögu, enda er kjarni viðfangs-
efnisins jafnan lög og jöfnun deilumála. eftir að Bloodtaking and
Peacemaking kom út beindust rannsóknir hans að því hvernig mað -
ur inn fæst við grunnþætti tilfinningalífsins útávið og um það skrifaði
hann fjórar bækur: Humiliation: And Other Essays on Honor, Social
Discomfort, and Violence (1993), The Anatomy of Disgust (1997), The
Mystery of Courage (2000) og Faking It (2003). Bækurnar nutu meiri
vinsælda en almennt er um fræðirit, enda er Miller fimur rithöfund-
ur og frumlegur greinandi; efnistökin voru óvænt, fyndin og afhjúp-
andi. Viðtökur fræðimanna voru þó hikandi — menn veltu því fyrir
sér hvaða fræðigrein hann stundaði; réttarsögufræðingarnir áttu
sumir erfitt með að finna tengslin við lög og svo virtist sem hann
hefði snúið baki við íslenskum fræðum.
Árið 2006 kom svo út bókin Eye for an Eye. Þar greinir Miller ítar-
lega hugtakakerfi hins forna réttarkerfis sem byggist á því að jafna
metin eða gjalda líku líkt. Greiningin er í senn smámunasöm og
spurning sögu24
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 24