Saga - 2010, Page 28
Hanna Batatu, The Old Social Classes and the Revolutionary
Movements of Iraq (Princeton: Princeton University Press 1978).
ef það væri ein bók sem ég vildi óska að ég hefði getað skrifað, þá er
það hin magnaða The Old Social Classes and the Revolutionary Move -
ments of Iraq eftir Hanna Batatu.
Þessi bók, sem er um 1300 blaðsíður, er einskonar biblía og upp-
flettirit Íraksfræðinga. Þegar hún kom fyrst út olli hún straumhvörf-
um. enn þann dag í dag er ekki hægt að fjalla um Írak án þess að
hafa Batatu með einum eða öðrum hætti í forgrunni. Þekking okkar á
þjóðfélagsþróun Íraks er að mörgu leyti þessari bók að þakka. en
þrátt fyrir fjölmarga kosti hefur hún einnig marga galla. Hún er ekki
auðveld aflestrar, er flókin og á köflum jafnvel leiðinleg. kenninga -
lega séð er hún barn síns tíma og margt í henni er orðið úrelt. Svo er
margt í bókinni sem ég er innilega ósammála.
en ástæðan fyrir því að ég ber svo mikla virðingu fyrir bókinni
og vildi óska að ég hefði getað skrifað hana er ekki einungis inni-
haldið heldur saga bókarinnar sjálfrar, þ.e.a.s. aðdragandinn að því
að þessi bók varð til. Höfundurinn, Hanna Batatu, var réttur maður
á réttum stað á hárréttum tíma þegar heimildaöflun bókarinnar stóð
yfir. Það vildi þannig til að hann var staddur þar einmitt þegar frjáls-
lyndir vindar blésu í rétta átt, sem hefur mjög sjaldan gerst í Írak!
Hann náði að nýta sér þennan óvenjulega meðbyr til að fá aðgang að
heimildum, svo sem leynilegum skýrslum íröksku lögreglunnar, sem
enginn annar fræðimaður hefur fengið síðar. en það er vitaskuld
ekki nóg að hafa aðgang að heimildum. Batatu tókst að vinna vel úr
efninu og skrifa bók sem breytti hugmyndum fólks um pólitíska
sögu Íraks.
Batatu var Palestínumaður, fæddur í Jerúsalem árið 1926, en flutt-
ist til Bandaríkjanna 1948 eftir stofnun Ísraels og nakba (áfall) Palest -
ínu manna. Hann settist á skólabekk í Georgetown og svo síðar í
Harvard, þar sem hann lauk doktorsprófi 1960. Hann kenndi árum
saman í Beirut en fluttist aftur til Bandaríkjanna þegar stríðseldar
geisuðu hvað heitast í borgarastyrjöldinni í Líbanon, og lauk ferlin-
um með því að kenna við Georgetown-háskóla. Tvisvar sinnum
þurfti hann því að flýja stríð. Sú reynsla hefur væntanlega haft mikil
áhrif á heimsmynd hans. Batatu batt miklar vonir við að samfélög
Mið-Austurlanda næðu að uppfylla væntingar sínar. Hann hafði
mikinn áhuga á marxisma og þeim möguleika að koma á stórfelld-
spurning sögu28
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 28