Saga - 2010, Page 35
eftir hvern keisara og nýjum yfirlitum eftir hverja keisaraætt, og
þannig urðu til Grundvallarsögurnar (Standard histories á ensku) í 24
bókum sem mynda sannarlega grundvöll til að segja yfirlitssögu.
ekkert sambærilegt er til á Indlandi þar sem sagnaritun hefst varla
fyrr en eftir að múslimar náðu þar undirtökum og var lengi eftir það
brotakennd. Fyrir kína eru Grundvallarsögurnar undirstaða sem
hægt er að byggja á, en jafnframt auðvitað hindrun sem skyggir á og
afbakar. Þær gefa í skyn meiri samfellu í sögu landsins en tilefni er
til og efnistök þeirra mótast mjög af hugmyndum um hringrás sög-
unnar sem nútímasagnfræði getur ekki fallist á. Þá er sjónarhorn
þeirra fyrst og fremst á persónur keisaranna, hirðstjórnmál, stjórn -
sýslu og hernað. Bók keays mótast af þessu, en hún sýnir líka ágæt-
lega þær skorður sem kínverskri sagnaritun eru settar af þessari
löngu og þéttu hefð. Slíkan skilning er nauðsynlegt að tileinka sér ef
maður vill kynna sér afmarkaðri svið í kínasögu, því öll kínversk
sagnfræði er auðvitað mótuð af þessu.
John keay er sagnfræðingur sem hefur skrifað fjölda rita um
sögu Asíu, einkum Indlands og Suðaustur–Asíu, og eru þau flest
ætluð upplýstum almenningi, yfirlitssaga fremur en frumrannsókn-
ir. Hann er gagnrýninn og íhugull fræðimaður sem er annt um að
setja hlutina í rétt samhengi, hvort heldur er heimildafræðilegt eða
náttúrufræðilegt. Í bók hans um kína er t.d. ágætur inngangur um
kínverska söguspeki og þróun hennar undir stjórn kommúnista-
flokksins, og bókin er prýdd frábærlega vel gerðum kortum sem
endurspegla vel skýra sýn höfundarins á viðfangsefnið. en keay er
jafnframt hæfilega íhaldssamur, nóg til að virka traustvekjandi
leiðsögumaður fyrir þau sem þurfa að átta sig á landslagi sögunnar
til að geta sjálf kafað dýpra.
Orri Vésteinsson
Virginia Smith, Clean. A History of Personal Hygiene and Purity
(Ox ford: Oxford University Press 2007).
Upp úr þeirri deiglu sem ýmist er kennd við nýju menningarsöguna
eða hugarfarssögu og náði hvað mestu flugi á níunda áratug síðustu
aldar hefur sprottið fjölbreytt flóra rannsókna af menningarsöguleg-
um toga. Þar á meðal er sægur rita sem taka á einhverju tilteknu
fyrir bæri og fylgja því eftir sögulega, gjarnan yfir langan tíma.
góð saga 35
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 35