Saga - 2010, Qupperneq 36
Tiltekin hegðun eða siðir, tilfinningar og skynjanir eru meðal
viðfangsefna sem getið hafa af sér mörg sagnfræðirit á allra síðustu
árum. Á umliðnum áratug hafa komið út bækur af þessu tagi um
búktal, gaddavír, grátinn, getnaðarliminn, hnefaleika, hræðslu,
hryðju verk, jómfrúr og svefnleysi — svo fáein dæmi séu nefnd.1
Höfundar þessara rita eru allajafna sagnfræðingar eða fræðimenn af
einhverju tagi, þótt þeir hafi búið þessum bókum sínum misfræðileg-
an búning, og því má oftar en ekki finna þær meðal sófaborðsbók-
mennta í bókaverslunum.
Bók Virginiu Smith um sögu persónulegs hreinlætis og hreinleik-
ans má hiklaust setja í flokk ofangreindra ritsmíða. Smith er höfund-
ur nokkurra bóka og greina um sögu heilbrigðis og hreinlætis á
síðari öldum í evrópu. Í þessu riti breiðir hún úr sér og leitar fanga
allt aftur til forsögulegra tíma og fram til 21. aldar og út um víða ver-
öld í „blygðunarlausri leit að almennum tilhneigingum“ (bls. 6).
Vestur-evrópa og einkum Bretlandseyjar eru þó í brennidepli þegar
líða fer á krónólógíska framvindu verksins, enda viðurkennir Smith
að sjónarhorn hennar sé mótað af menntun hennar og staðsetningu
sem sagnfræðings í Bretlandi. Hin fjölmörgu dæmi sem hún hefur
frá öðrum heimshlutum eru þannig tengd hinu vestræna til að skýra
hugmyndaleg vensl eða til að kalla fram samanburð. Heimildaefnið
stýrir líka efnistökum því um hinar fyrri aldir er það miklu ríkulegra
fyrir Suður-evrópu og Austurlönd nær og fjær en evrópu norðan
Alpafjalla, þar sem sjálfstæðar heimildir um hreinlæti verða fyrst
auðugar þegar kemur fram á nýöld.
Bókin er einföld í framsetningu. Smith rekur í nokkuð frjálslegri
tímaröð hina ýmsu þræði viðhorfa til hreinleika og persónulegra
þrifa — hvernig og hvort konur og karlar leituðust við að þvo líkama
sinn eða ástunda tiltekna hegðun og hugsun til að öðlast, viðhalda
spurning sögu36
1 Steven Connor, Dumbstruck. A Cultural History of Ventriloquism (New york:
Oxford University Press 2000) — Alan krell, The Devil’s Rope. A Cultural History
of Barbed Wire (London: Reaktion Books 2002) — Tom Lutz, Crying. The Natural
and Cultural History of Tears (New york: W.W. Norton and Company 2001) —
David M. Friedman, A Mind of Its Own. A Cultural History of the Penis (London:
Penguin 2003) — kasia Boddy, Boxing. A Cultural History (London: Reaktion
Books 2009) — Michael Burleigh, Blood and Rage. A Cultural History of Terrorism
(New york: Harper 2009) — Joanna Bourke, Fear. A Cultural History (emeryville:
Counterpoint 2006) — Anke Bernau, Virgins. A Cultural History (London: Granta
2007) — eluned Summers-Bremner, Insomnia. A Cultural History (London:
Reaktion Books 2008).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 36