Saga - 2010, Page 38
Roy Rosenzweig og elizabeth Blackmar, The Park and the People.
A History of Central Park (Ithaca og London: Cornell University
Press 1992).
Almenningsgarðurinn er eitt af þekktustu kennileitum nútímans,
þessa tímabils umfangsmikillar iðnvæðingar, örrar þéttbýlisþróunar,
ósýnilegra markaðsviðskipta og aukinnar miðstýringar. Á þessum
tíma hafa orðið til ný hugtök eins og almenningur, einstaklingur og
þjóðir, og ýmis forréttindi verið afnumin, m.a. með þeim hætti að
víðáttumiklir garðar aðalsmanna hafa verið opnaðir almenningi.
Auk þess hafa fjölmargir nýir garðar verið hannaðir. Bókin The Park
and the People fjallar um einn af þekktustu almenningsgörðum heims,
Central Park á Manhattan. Hann þjónaði sem fyrirmynd margra
viðlíka garða í öðrum borgum vestanhafs. Tilurð hans er óvenjuleg
því að borgaryfirvöld tóku frá átta hundruð ekrur af verðmætu
byggingarlandi á miklum uppgangstímum og gripu þannig harka-
lega inn í fasteignamarkað borgarinnar. Vestra hefur garðurinn verið
mikils metinn — fjárhagslega, félagslega og menningarlega — og
jafnvel á stundum verið nefndur lýðræðislegasti vettvangur Banda -
ríkjanna. Orðspor garðsins hefur auk þess borist víða, meira að segja
til Íslands, þar sem þátttakendur í opinberri umræðu samtímans vísa
stundum til hans í leit að rökum fyrir því að ákveðin svæði innan
þéttbýlis hérlendis fái að vera óbyggð.
Bókin er mjög ítarleg og lýsir vel hvaða hugmyndir frumkvöðlar
og hönnuðirnir að Central Park höfðu um garðinn upp úr miðri 19.
öld. Þá sáu menn fyrir sér að hann yrði einkum leikvangur fyrir fólk
úr efri lögum borgarinnar, vettvangur til að sýna sig og sjá aðra og
miðla menningu þeirra til hinna lægra settu. Garðurinn átti að vera
lýðræðisleg „menntastofnun“ sem plantaði ákveðnum tilfinningum
samhygðar í huga hinna efnaminni og fengi þá þannig til að gleyma
þeim ójöfnuði sem fyrirfannst í umhverfi þeirra. Þar fór fremstur í
flokki Frederick Law Olmsted, fyrsti yfirmaður og aðalhönnuður
garðsins, en hann er einn áhrifamesti landslagshönnuður Banda -
ríkjanna frá upphafi. Bygging garðsins beindist að einu leyti gegn
efnalitlu fólki, þ.á m. allnokkrum þeldökkum Bandaríkjamönnum
sem sest höfðu að á því svæði sem rýma þurfti til að koma garðinum
fyrir. Landeigendum stóð stuggur af óskipulagðri byggðinni og
töldu stóran almenningsgarð þarna geta orðið til þess að hækka fast-
eignaverð kringum hann og beina um leið hinum efnaminni annað.
Höfundar bókarinnar benda á að garðurinn sé almannarými í
spurning sögu38
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 38