Saga - 2010, Page 39
tvennum skilningi, annars vegar sem almannaeign og hins vegar
sem opið almannarými. Bókin sýnir vel hvernig þetta tvennt gat rek-
ist á, þ.e.a.s. hagsmunir ráðandi afla á hverjum tíma, sem fóru með
al manna eignina, og hagsmunir almúgans, hins fjölmenna meirihluta
almennings. Styrkur bókarinnar felst í því að sýna hvernig notendur
garðsins úr öllum þjóðfélagshópum, einkum þó lægri stéttir og inn-
flytjendahópar, gerðu hann smátt og smátt að sínum vettvangi og
færðu þannig þetta tiltekna almannafæri í ákveðinn merkingarbún-
ing. Til að byrja með sótti efnaminna fólk garðinn einkum sem hest-
vagnastjórar eða barnfóstrur, en á síðustu tveimur áratugum 19. ald-
ar, eftir því sem byggðin færðist norður eftir Manhattan og almenn-
ingssamgöngur efldust, fjölgaði hinum efnaminni sem komu þangað
á eigin vegum. Sú breyting endurspeglar þá þróun í átt til lýðræðis
sem varð á síðari hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar, þróun sem knúin
var áfram af stöðugt háværari kröfum lægri stétta og kvenna um að
fá hlutdeild í valdinu.
Bókin er félagssaga í bland við hugmynda- og stjórnmálasögu þar
sem yfirráðin yfir garðinum eru í fyrirrúmi. Þetta er jafnframt greining
á hluta af almannarýminu eða almannasviðinu (the public sphere). Hér
er sýnt hvernig garðurinn varð að bitbeini ólíkra þjóðfélagshópa sem
allir áttu mismunandi hagsmuna og hugsjóna að gæta. Styrkur bók-
arinnar felst í því að togstreitunni er gert hátt undir höfði, þar sem
voru fyrirætlanir annars vegar og viðtökur hins vegar. Fyrirætlanirnar
birtast t.d. í hugmyndum, gjörðum, löggjöf, tilskipunum og tilraun-
um (einstakra) manna til að stýra eða hafa áhrif á samtímamenn sína,
en viðtökurnar í sjálfstæðum vilja notendanna, einkum hinna lægra
settu, sem fóru að líta á garðinn sem eigin samkomustað.
Höfundum fræðibóka tekst fremur sjaldan að samtvinna fyrir-
ætlanir og viðtökur vegna þess að heimildir skortir, oftast heimildir
um viðtökurnar. Vissulega er hægt að skrifa vönduð verk um aðra
hliðina, þ.e. einbeita sér annaðhvort að fyrirætlunum eða viðtökum,
eins og dæmin sanna. Bókin Fin-de-Siècle Vienna. Politics and Culture
(1980) eftir Carl e. Schorske er t.d. vönduð fyrirætlanasaga og The
Nazi Seizure of Power. The Experience of a Single German Town 1922–
1945 (1965/1984) eftir William Sheridan Allen er vandað verk á sviði
viðtökusögu. Æskilegt er að tvinna fyrirætlanir og viðtökur saman,
en aðalatriðið er þó alltaf að höfundar láti lesandann vita hverju sinni
um takmarkanir heimildanna.
Páll Björnsson
góð saga 39
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 39