Saga - 2010, Page 42
Geoffrey Batchen, Burning with Desire (Cambridge: MIT Press
1999).
Ég brenn af þrá að fá að berja tilraunir yðar augum, tilraunir sem
sprottnar eru af náttúrunni.
Louis Daguerre í bréfi til Nicéphore Niépce, 1828
Árið 1999 kom bókin Brennandi af þrá út í Bandaríkjunum. Bókin,
sem byggðist á doktorsritgerð ástralska sagnfræðingsins Geoffrey
Batchen, markaði tímamót í skrifum og umræðum um ljósmyndir.
Jafnframt því að vera mikilvæg greining á því samfélagi, þeirri
orðræðu og hugsun sem leiddi til þess að ljósmyndin var fundin
upp, var hún uppgjör við póstmódernismann sem á síðustu tveimur
áratugum tuttugustu aldar hafði mótað alla fræðilega umræðu um
ljósmyndir. Batchen dró fyrirbærafræðilega hugsun (sem Roland
Barthes hafði gefið fordæmi fyrir með bókinni La Chambre claire frá
árinu 1980) inn í hina póstmódernísku umræðu, sem einkennst hafði
af áherslu á að sýna fram á hvernig ljósmyndin væri sjálfstætt verk
og hefði afar takmarkað gildi sem heimild um veruleika sem stæði
utan við hana sjálfa, eða með öðrum orðum að ljósmyndin væri ekki
heimild um neitt annað en sjálfa sig. Með því að flétta fyrirbæra -
fræðilega hugsun um ljósmyndina saman við helstu skrif póstmód-
ernískra fræðimanna (Johns Tagg, Abigail Solomon-Godeau, Allans
Sekula og Victors Burgin) um ljósmyndina tekst Batchen í þessari
bók að skapa forsendur fyrir annars konar orðræðu um ljósmyndir,
þ.e.a.s. orðræðu sem tekur sjálfa upplausn tvíhyggjunnar með í
reikn inginn. Með áhrifaríkum hætti sýnir Batchen fram á hvernig
póstmódernísk orðræða var föst í tvíhyggjunni sem hún þóttist rísa
gegn. Í stað þess að einblína á ljósmyndina sem menningarlega afurð
(líkt og póstmódernistarnir gerðu) eða sem niður stöðu af efna fræði -
legu ferli (sem þarafleiðandi setur ekki spurningarmerki við sann-
leiksgildi hennar) lagði Batchen áherslu á að hugsa þessa þætti sam-
an og skoða ljósmyndina sem hvort tveggja í senn, menningarlega
afurð og niðurstöðu af efnafræðilegu ferli sem gerir veruleikanum
sjálfum mögulegt að skilja eftir sig ummerki.
Ljósmyndin varð til um það bil á þriðja eða fjórða áratug 19. ald-
ar (eftir því hvernig á það er litið), sem niðurstaða af efnafræðilegu
ferli sem vísindamenn höfðu þróað á tilraunastofum árum saman.
Ljósmyndin var ekki fundin upp á einum degi. Hún var ekki heldur
fundin upp fyrir tilviljun. Áður en tuttugu vísindamenn, í að minnsta
kosti sjö ólíkum löndum, lokuðu sig af inni á tilraunastofum til að
spurning sögu42
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 42