Saga - 2010, Page 43
reyna að finna út hvernig hægt væri að láta geisla sólarinnar, og þá
skugga sem hún myndaði í samfundum við hlutveruleikann, skrá
mynd hlutanna varanlega á silfurhúðaðar plötur (t.d. hjá Niépce og
Daguerre) eða jafnvel pappír (t.d. hjá Fox Talbot), þurfti sú hugmynd
að kvikna að þetta væri í raun og sanni eftirsóknarvert, þ.e. það að
geta notað geisla sólarinnar til að láta hluti í veruleikanum skilja eftir
sig varanleg ummerki. Og til þess að geta fengið þessa hugmynd,
sem virtist í fyrstu frekar óaðgengileg og fjarlæg, þurfti að kvikna þrá
í brjóstum manna. Þrá til að fanga tímann, þrá til að fá veruleikann
sjálfan til að skilja eftir sig ummerki og þrá til að geta séð sjálfan sig
utan frá (jafnvel með lokuð augu). Og það sem meira var, þessi þrá
þurfti að fara saman við þrá hins skapandi einstaklings til að setja
mark sitt á veruleikann og búa til eitthvað varanlegt, því umfjöllun
og greining Batchen á heimildum frá þessum tíma sýnir svo um
munar að flestir vísindamannanna litu á sig sem skapandi listamenn.
Í bókinni gerir Geoffrey Batchen grein fyrir því á mjög sannfærandi
hátt, og undir miklum áhrifum frá franska fræðimanninum Michel
Foucault (sér í lagi riti hans Les mots et les choses frá árinu 1966),
hvernig hugmyndafræðilegar forsendur ljósmyndarinnar urðu til um
aldamótin 1800. Batchen skoðar hvernig tungumálið, hugsunin og
veruleikinn fléttaðist saman og skapaði forsendur fyrir sögulegar
breytingar er vörðuðu bæði hugarfarið og efnisveruleikann. Greining
hans er eins og áður sagði undir miklum áhrifum frá aðferðafræði og
kenningum Foucault, en þó er það til Jacques Derrida sem Batchen
sækir þá grunnhugsun sem greining hans byggist á. Með því að beita
aðferðum afbyggingarinnar leysir Batch en orðræðu póstmódernism-
ans úr fjötrum tvíhyggjunnar og sýnir um leið fram á hvernig afbygg-
ingin er í raun innbyggð í ljósmyndina sjálfa. Ljós myndin er bæði
menningarleg afurð og afurð af náttúrulegu eða efnafræðilegu ferli.
Hún er hvort tveggja í senn (og þar af leiðandi hvorugt). Hún leysir
upp andstæðupörin náttúra/menning og sannleikur/lygi og fær okk-
ur þannig til að spyrja áleitinna spurninga um sambandið milli veru-
leikans og birtingarmynda hans. Geoffrey Batchen skoðar söguna ekki
úr hásæti samtíðarinnar heldur dregur hann fortíðina inn í samtímann
og sýnir þannig fram á hvernig orðræða og hugfarfarslegar forsendur
okkar í dag, sem vissulega eru í einhverjum skilningi afurð fortíðar-
innar, fá nýja vídd og nýja möguleika eigi þær í endurnýjuðum
samræðum við for tíð ina.
Sigrún Sigurðardóttir
góð saga 43
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 43