Saga - 2010, Page 44
Luise White, Speaking with Vampires. Rumor and History in Colonial
Africa (California: University of California Press 2000).
eftirnýlendufræði (e. post-colonial studies) hafa meðal annars snúist
um að skapa rými til að leysa úr þeim merkingarvanda sem myndast
þegar tveir ólíkir menningarheimar mætast, þannig að hægt er að
lesa í veröld kviksagna — stöðu bæði þolenda og gerenda.1 Þessar
fræðatilraunir hafa kynnt til sögunar hugtakaforða sem hefur breytt
sýn fólks á viðfangsefni sín. Hugtakið hybridity kemur upp í hugann,
en það snýst um fyrirbæri sem eiga sameiginlegar eigindir með ein-
hverju af ólíkum toga, samanstanda þó af öðrum eiginleikum en
fyrir bærin sem það sækir í. Hugtakið felur í sér nokkurs konar
„blöndun“ eiginleika sem hafa þannig skapað aðstæður sem eru á
einhvern hátt ólíkar því sem „blandað“ hefur verið. Hybridity vísar
í tilurð vettvangs, svæðis (e. transcultural space) sem verður til við
landnám hópa, og þau samskipti sem það kallar fram. Slík samskipti
byggjast á gagnkvæmri nauðsyn leikenda á sviðinu til að takast á um
merkingarbærar forsendur tilverunnar og mótunar hins huglæga á
milli heilda eða svæða (e. in-between spaces). „Milli heilda“ verður til
rúm eða tóm þar sem tekist er á um merkingu án þess að önnur
hliðin nái að svínbeygja hina.
Vampírusögurnar sem bandaríski sagnfræðingurinn Luise White
rannsakaði eru ákveðin tegund (e. genre) af sögum sem eru á marg-
an hátt ólíkar en fylgja ákveðinni viðurkenndri formúlu, sem íbúar
Afríku þekkja flestir úr sínum menningarheimi. Hugtakið vampíra
var til dæmis ekki eitthvert eitt ákveðið fyrirbæri. Hugtakið fór þó á
milli landamæra Afríku og var samnefnari yfir þá einstaklinga og
stofnanir sem Afríkubúar töldu að stælu verðmætum þeirra — þessa
heims eða annars. Að mati White er það ástæðan fyrir því hversu
útbreiddar þessar kviksögur voru og hversu lífseigar — allir könn -
uð ust við merkingu þeirra og þekktu aðstæður þar sem þær áttu við.
einstaklingar gátu tekið formúluna og fléttað staðbundin fyrirbæri
(slökkvilið, kaþólska presta, lækna) inn í hana til að gera söguna
áhrifameiri á því landsvæði þar sem hún var sögð (bls. 19). Sögurnar
voru aðferð til að tala um ákveðna hluti og samskipti sem ekki höfðu
spurning sögu44
1 Sjá Post-Colonial Studies. The Key Concepts. Ritstj. Bill Ashcroft, Gareth Griffiths
og Helen Tiffin (New york: Routledge, 2008). — edward W. Said, Power, Politics,
and Culture. Interviews with Edward W. Said. Ritstj. Gauri Viswanathan (New
york: Vintage 2002).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 44