Saga - 2010, Side 49
fagnaðar látum á stórafmælum og við jarðarfarir, og stafar af þörf
fyrir að eiga sameiginlegt goðsögulegt umræðuefni úr galleríi lifandi
mannvera. Dýrkunin var réttlætt með upplýsingar- og kennslugildi
en tengdist fljótt sölumennsku. Dreyfus varð súkkulaði og edison
karamella.
Strindberg taldi samfélagslygina trilla óbeislaða í húmbúgi af
þessu tagi, valdafýsn, fölskum ímyndum og helgidýrkun. Dýrkun
miðalda á kóngum og dýrlingum færðist yfir á hetjur úr hópi
almenn ings: söngkonur, leikkonur, stjórnmálamenn, skáld og vís-
indamenn. Nafnleysi massans kallaði jú á þetta. París varð nátengd
hetjunum Zola, Pasteur og Maupassant og tók á sig ímynd þeirra.
Sjálfsævisögur urðu módel fyrir unga karlmenn á uppleið sem og
bækur um það hvernig hinn og þessi komst áfram í heiminum. eftir
að almenningur var farinn að njóta skáldsagna og skáldskapar í
dagblöðum og á bók, greindi elítan sig frá massanum með því að
lesa „fagurbókmenntir“. Dregnar voru upp helgimyndir af „snill-
ingum“ sem eignuðust sjálfstætt líf. Bókmenntasagan þróaði ímyndir
sem miðlarnir höfðu þegar skapað, með einkunnagjöf sinni, bók -
mennta fræðingarnir lásu þá sem þegar voru frægir í stað þess að
skoða bókakostinn fordómalaust. Miðlarnir sköpuðu því séníin,
fremur en verkin. Það er hlálegt en satt: bæði mannagalleríið og sjálft
menningar-hugtakið á rætur í persónudýrkun 19. aldar.
Bandaríski menningarfræðingurinn Warren Susman telur að of
mikið hafi verið gert úr heimspekilegum rótum einstaklingshyggj-
unnar á nýöld. Hann leggur þess í stað áherslu á félagsfræðilega
(dýrafræðilega, segi ég), hagræna, pólitíska og trúarlega þætti sem
áhrifavalda á nýja skynjun einstaklingsins í samfélaginu. Almenn
félagsleg gildi meðal almennings séu forsenda þess að formlegar
hugmyndir rísi upp í lærðum skilningi. Innan bókmenntanna kom
fram krafan um að höfundur — andstætt hinum litlausa massa —
sýndi algjört persónulegt sjálfstæði og einstaklingskraft. Amerískar
og breskar rannsóknir hafa sýnt fram á að frægðin og skoðanir á
gæðum bókmennta mótast meira af ímynd höfundarins en fram-
leiðslu hans. en þótt allar sannanir bendi til annars, halda ritdómar-
ar því enn fram að miklar bókmenntir séu óháðar lögum markaðar-
ins. Rannsóknir á frægð sýna þó, svo ekki verður um villst, að per-
sónulegir eiginleikar og innri gæði gera menn ekki fræga. Persónu -
töfrar, þokki og útgeislun eru eiginleikar sem verða til sem afleiðing
frægðar, ekki öfugt!
Fjölföldun myndefnis ýtti undir persónudýrkunina. Mark Twain
góð saga 49
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 49