Saga - 2010, Page 51
helgi þorláksson
Milli Skarðs og Feykis
Um valdasamþjöppun í Hegranesþingi í tíð
Ásbirninga og um valdamiðstöðvar þeirra
Stundum er talið að valdasamþjöppun hafi hafist mun fyrr í Skagafirði en
víðast annars staðar á þjóðveldistíma og höfðingjaættin Ásbirningar hafi
„ráðið öllu“ í héraði á 12. öld, a.m.k. eftir 1118. Svo er til sú skoðun að valda-
samþjöppun hafi orðið miklu síðar, við lok 12. aldar. Þá er stundum bent á að
Ásbirningar hafi ekki komið sér upp eiginlegri valdamiðstöð. Þeir hafi ekki
aðeins verið á Víðimýri heldur í Ási í Hegranesi og þegar frá leið á Flugu -
mýri og farið á milli búanna. Í Skagafirði hafi því ekki myndast valdamið-
stöð veraldarhöfðingja, eins og Oddi á Rangárvöllum, Reykholt í Borgarfirði
og Grund í eyjafirði. Þetta vekur spurningar um það hvort valdasamþjöpp-
un hafi átt sér aðrar ástæður í Skagafirði en annars staðar og eins hvort
aðferðir Ásbirninga og valdakerfi hafi verið annars konar.
Ferðamaður sem situr yfir hamborgara og frönskum í Varmahlíð í
Skagafirði gæti hugleitt hversu miðsvæðis þessi áningarstaður er í
héraðinu. Það var hann líka að fornu, eða öllu heldur kirkjubýlið
Víðimýri skammt frá. enn eru hér helstu leiðir þeirra sem fara um
Skagafjarðarhérað, nýjar brýr og bílvegir hafa engu breytt um það.
Má líta þannig á að Varmahlíð, fyrir neðan hið fjölfarna Vatnsskarð
sé miðbik héraðsins, því að norðan frá Sauðárkróki, úti við sjó, og
að Varmahlíð eru nærri 25 km og aftur um 25 km frá Varmahlíð
suður að mynni Austurdals og Vesturdals, og er þá ekki langt til
þess að byggðin taki að strjálast. Leiðin um Vatnsskarð olli miklu
um mikilvægi þessa svæðis, fyrr og síðar, og eins greiðfær Vall -
hólmurinn, þar sem ferðalangar þeysa á bílum austur að Héraðs -
vötnum og hafa Glóðafeyki fyrir augum. Áður fyrr létu reiðmenn
gammana geisa um sléttan Vallhólm, milli Skarðs og Feykis, og
þjóðskáldum þótti ljúft að spretta úr spori um Hólminn hýra, fák-
Saga XLVIII:2 (2010), bls. 51–93.
GREINAR
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 51