Saga - 2010, Page 52
um kunnan eins og eitt þeirra orti, en annað kvað hann hesta -
sælan.1
Ferðalangar sem komu fyrrum að vestan yfir Vatnsskarð fylgdu
víst venjulega Víðimýrará frá Arnarstapa að Víðimýri. Á stapanum
er þekkt minnismerki um Stephan G. og hér hafa ferðamenn farið
um fyrr og síðar. Í Þórðar sögu hreðu kemur fram að Þórður kom að
vestan og barðist hjá Arnarstapa við menn sem komu að austan;
þeir rákust þarna á fyrir tilviljun en neyttu færis og börðust.2 Póst -
leið á seinni hluta 19. aldar lá héðan og beint niður með ánni að
Víðimýri. er enn greinilegur póstvegurinn, skammt vestan við Víði -
mýrarkirkju, handan lækjar. Á okkar tíð liggur akvegurinn aftur á
móti í sveig frá Arnarstapa og norður í átt að Ípishóli og ferða menn
skynja því ekki vel að Víðimýri var áður fyrr í þjóðbraut. Hið tor-
skilda bæjarheiti Ípishóll fær ferðalöngum líka nóg til að hugsa um.
Á Víðimýri hugleiðir ferðalangur að sálmaskáldið kolbeinn
Tumason af Ásbirningaætt gerði hér garðinn frægan um 1200 enda
voldugur höfðingi. Í umræðum um völd, valdasamþjöppun og
valda miðstöðvar á þjóðveldistíma (930–1262) hefur Skagafjörður tal-
ist sérstakur að ýmsu leyti. Til eru fræðimenn sem telja að valda-
samþjöppun, söfnun goðorða á hendur einum manni eða fjölskyldu,
hafi hafist mun fyrr þar en víðast annars staðar og Ásbirningar haft
valdatauma í höndum sér fyrir lok 11. aldar og „ráðið öllu“ í héraði
á 12. öld, a.m.k. eftir 1118. Aðrir halda að slíkur valdasamruni í
héraði hafi gerst miklu síðar. Þá er sérstakt það sem stundum kem-
ur fram, að Ásbirningar hafi ekki komið sér upp eiginlegri valda-
miðstöð heldur jafnan hringsólað á milli búa sinna. Þeir voru ekki
aðeins á Víðimýri heldur í Ási í Hegranesi og kolbeinn ungi
Arnórsson líka á Flugumýri. Í Skagafirði hafi því ekki myndast ver-
helgi þorláksson52
1 Um hestasprett í Vallhólmi hafa t.d. ort Hannes Hafstein og Matthías Jochumsson,
sbr. Hallgrímur Jónasson, Árbók MCMXLVI. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, bls. 197.
Heitið Skarð kemur t.d. fram í Þórðar sögu hreðu í Kjalnesinga saga. Útg. Jóhannes
Halldórsson. Íslenzk fornrit XIV (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1959), bls.
198. Algengt virðist að Skagfirðingar noti stytta heitið Feykir fyrir Glóðafeykir.
2 Þórðar saga hreðu, bls. 195–198, sbr. bls. 212. Grettir og Illugi bróðir hans eru
sagðir hafa farið „norður Vatnsskarð og svo til Reykjaskarðs og svo ofan
Sæmundarhlíð“, sbr. Grettis saga Ásmundarsonar. Útg. Guðni Jónsson. Íslenzk
fornrit VII (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1936), bls. 224. Þetta má skilja
svo að þeir hafi farið fyrir minni Reykjaskarðs, hjá Skarðsá. Um leiðir í héraðinu
á síðari öldum sjá Sýslu- og sókna lýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839–1873.
Útg. Pálmi Hannesson og Jakob Benediktsson (Safn til landfræðisögu Íslands II
Skagafjarðarsýsla. Akureyri 1954), bls. 65–66 og 76.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 52