Saga - 2010, Side 53
aldleg valdamiðstöð, eins og Oddi á Rangárvöllum, Reykholt í
Borgarfirði og Grund í eyjafirði. Voru slíkar valdamiðstöðvar ekki
sjálfsagðir fylgifiskar valdasamþjöppunar? Átti valdasamþjöppun,
söfnun goðorða á hendur einum manni eða fjölskyldu, sér aðrar
ástæður í Skagafirði en annars staðar og voru aðferðir Ásbirninga
og valdakerfi annars konar?
Hér skal sýnt fram á að valdasamþjöppun hafi verið svipuð í
Skagafirði og annars staðar, samgöngur og samkomustaðir hafi
valdið því að svæðið milli Vatnsskarðs og Glóðafeykis varð miðlægt
og þessa „miðlægni“ hafi Ásbirningar nýtt sér í valdabaráttu sinni
og komið sér fyrir í tveimur mikilvægum valdamiðstöðvum milli
Skarðs og Feykis, fyrst á Víðimýri og svo tók Flugumýri við.
Ein eða tvær Jökulsár?
Landið er varasöm heimild, landshættir breyttust. Skyldi förinni
fyrrum haldið áfram frá Víðimýri í austur um rennisléttan Vall -
hólminn þurfti að velja vað á Jökulsá sem nefndist svo á 13. öld (sjá
kort nr. 1). Sumir telja að meginstraumur jökulvatns í héraðinu hafi
fallið hérna, þar sem núna er hin tæra Húseyjarkvísl fyrir neðan
Varmahlíð.3 Áin er nefnd Jökulsá í Sturlungu og hér, í þessari
ritsmíð, nefnist hún Jökulsá vestari. er þá þess að gæta að annar
armur með jökulvatni féll fyrir austan, meðfram Blönduhlíð, og
nefnist líka Jökulsá í Sturlungu en hér Jökulsá eystri.4 Þarna féll
meginstraumur jökulvatns í héraðinu á 14. öld, svonefndrar
Jökulsár, og líklega háttaði eins til á 13. öld. Verður að teljast líkleg-
ast að á Sturlungaöld hafi vatnið greinst í tvo hluta, annar fallið til
vesturs, yfir í Svartá og myndað Jökulsá vestari, en hinn norður með
Blönduhlíð, Jökulsá eystri.5 Hér má drepa á þá skemmtilegu tilgátu
milli skarðs og feykis 53
3 Sturlunga saga I–II. Útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og kristján
eldjárn (Reykjavík: Sturlungaútgáfan 1946), I, bls. 422 og 570 (5. athugasemd við
134. kafla).
4 Um Jökulsá eystri sjá Sturlunga sögu I, bls. 430; II, bls. 75 og 192. Um hina vestari
sjá II, bls. 179. Brynjúlfur Jónsson hefur fjallað um Héraðsvötn í ritsmíð en hef-
ur ekki áttað sig á því að jökulvatnið skiptist og Jökulsárnar munu hafa verið
tvær, sbr. Rannsóknir á Norðurlandi sumarið 1900. Árbók Hins íslenzka fornleifa-
félags 1901, bls. 23–25.
5 Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn (= DI) II (kaupmannahöfn: Hið
íslenzka bókmenntafélag 1893), bls. 373.;DI III (kaupmannahöfn 1896), bls. 272 og
273. Um Austurdal og Vesturdal falla ár og er málvenja okkar aldar að nefna aðra
Austari-Jökulsá en hina Vestari-Jökulsá og sameinaðar nefnast þær Héraðsvötn.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 53