Saga - 2010, Page 56
þeirra hefði ekki frekar verið að vænta fyrir neðan Sólheima eða
Miklabæ og er svarið vafalítið að vað, sem helst var notað, hafi verið
hjá Víðivöllum. Þar sem Jökulsá eystri markaði hreppaskil snemma,
milli Seyluhrepps og Akrahrepps, hefur þetta verið allmikið vatns-
fall. Því munu ferðir um vatnsfallið hafa verið bundnar við vöð.9
Þreyttir, syfjaðir og svangir í Skagafirði
Frá Víðimýri mátti á 19. öld fara austur yfir hérað fyrir sunnan svo-
nefndan Hestavígshamar og yfir Húseyjarkvísl á Póstvaði, gegnt
gamla bænum í Húsey; þarna var póstleiðin og lá áfram um Vallholt
og hjá Vallalaug.10 engin tök virðast á því að fá nána vitneskju um það
hvar leið frá Víðimýri að Vallalaug lá yfir Jökulsá vestari um miðbik
13. aldar, en laugin var þá mikilvægur áningar- og samkomustaður.11
Sé enn miðað við Arnarstapa gátu þeir sem fóru þaðan austur
yfir hérað, og stefndu t.d. að Hólum í Hjaltadal eða lengra út með
firði að austan, lagt leið sína til vinstri, fylgt stefnu þeirri sem nú -
tíma vegurinn hefur, í átt að Ípishóli, og síðan haldið áfram að bæn-
um á Reykjarhóli. Þeir gátu því næst farið um Jökulsá vestari yfir á
land Löngumýrar, nærri þeim stað þar sem brúin er núna, fyrir
neðan þjónustumiðstöðina í Varmahlíð. Svo mátti enn halda áfram
um Vallhólm að bænum Völlum, en þar skammt fyrir austan var
vað á Jökulsá eystri og síðar Héraðsvötnunum (sjá nánar hér aftar).
Þeir Þorgils skarði og menn hans komu austur yfir Skarðið, árið
1255, og voru þá svo syfjaðir að þeir urðu að hvílast. Þeir áðu í landi
Löngumýrar.12
helgi þorláksson56
9 Samanber að Djúpifarvegur (allt annað en Djúpá eða Djúpadalsá (Dalsá))
myndaði mörk á milli Seyluhrepps og Akrahrepps og sýnir að þar var kvísl
snemma á öldum, kannski ekki vatnslítil. Býlin Mikley og Stokkhólmi teljast
líka til Vallhólms en hafa ekki gert það á elstu tíð enda talin vera í Akrahreppi
og hafa því verið austan við Jökulsá eystri. Hringeyjarsíki kallast milli
Hringeyjar og Mikleyjar, að sögn Sigríðar Sigurðardóttur, og þar eru og
hreppamörk.
10 Byggðasaga Skagafjarðar II. Staðarhreppur — Seyluhreppur. Ritstj. Hjalti Pálsson
frá Hofi (Sauðárkrókur: Sögufélag Skagfirðinga 2001), bls. 224.
11 Varla mun svo að skilja að menn hafi hyllst til að fara yfir Svartá sér og síðan
jökulkvíslina áður en þær sameinuðust; gegn því mælir það sem segir hér næst
í meginmáli um að Jökulsá vestari væri líka farin að vestan yfir á land
Löngumýrar á 13. öld.
12 Sturlunga saga II, bls. 179 og 180.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 56