Saga - 2010, Qupperneq 58
að því marki er snerti samgöngur og samkomuhald. Við sögu koma
heitar laugar og hestaat.
Þingstaðurinn í Hegranesi í Skagafirði er vel þekktur meðal
landsmanna, þar var haldið Hegranesþing. Orðið Hegranesþing var
líka haft um Skagafjarðarhérað eða umdæmi vorþingsins í Hegra -
nesi. en það er eins og þingstaðurinn í Hegranesi hafi strax glatað
mikilvægi þegar sögum fjölgaði á 12. öld. Sú tilgáta er jafnvel til að
þingstaður héraðsins hafi verið fluttur, „að einhverju leyti“, frá
Garði í Hegranesi að Vallalaug í Vallhólmi í byrjun 12. aldar.16 ekki
kemur þó fram að eiginlegt vorþing hafi verið haldið við Vallalaug
þótt þar væri mikilvægur samkomustaður. Fáir utanhéraðsmenn
munu þekkja Vallalaug í Vallhólmi nú um stundir, en hún er þó
nefnd nokkrum sinnum á 12. og 13. öld. Laugin er líklega kennd við
jörðina Velli í Vallhólmi. Þegar Hvamm-Sturla var á ferð um Skaga -
fjörð árið 1150 hitti hann Brand prest Úlfhéðinsson að máli við
Vallalaug og bendir margt til að Brandur hafi verið goðorðsmaður.
Í ágúst 1238 dvöldust afkomendur Hvamm-Sturlu, feðgarnir Sig -
hvatur og Sturla, með miklu liði við Vallalaug fyrir Örlygsstaðabar-
daga. Þórður kakali fór að hitta menn Brands kolbeinssonar og
milligöngumenn í Vallholti 1246, sennilega við Vallalaug og ytra-
Vallholt. Í júlí árið 1255 stefndu þeir Þorgils skarði og Þorvarður
Þórarinsson bændum til fundar við Vallalaug og Þorgils stefndi svo
öllum bændum héraðsins aftur til fundar þar í ágúst sama ár.17 Við
Vallalaug voru svo síðar haldin þriggja hreppa þing og leiðarþing.18
Sérstakt er að Vallalaugar er einkum getið á þjóðveldistíma þegar
Sturlungar voru á ferð, eins og þeir hafi öðrum fremur baðað sig.
ekki kemur samt beinlínis fram að menn hafi laugað sig í Vallalaug
að fornu þótt það sé tekið fram í Ferðabók eggerts og Bjarna.19
Óbeinlíns verður þetta þó ráðið, eins og fram kemur hér aftar.20
helgi þorláksson58
16 Byggðasaga Skagafjarðar II, bls. 377. Myndin Vallnalaug er til og býlið Vellir
nefndist jafnvel Vallnir. Annað heiti er Stóruvellir og hefur verið notað sem
andstæða við Fornuvellir (sjá aftar).
17 Sturlunga saga I, bls. 67 og 422; II, bls. 192 og 196, sbr. 74.
18 DI IV (kaupmannahöfn 1897), bls. 355–356 (1428), 479 (1431); V (Reykjavík
1900–1904), bls. 146 (1478); VIII (Reykjavík 1906–13), bls. 519–20 (1514).
19 eggert Olafsen, Bjarne Povelsen, Reise igiennem Island II (Sorøe: Jonas
Lindgrens enke 1772), bls. 636; nefnd Vallnalaug, „et bekiendt Bad i den gamle
Historie“. Laugin er ranglega talin vera stutt frá þingstað í Hegranesi.
20 Sbr. Sturlunga sögu I, bls. 441, og vitnisburð Ljósvetninga sögu. Útg. Björn
Sigfússon. Íslenzk fornrit X (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1940), bls. 87.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 58